Hugur - 01.01.2004, Side 154

Hugur - 01.01.2004, Side 154
152 Michael Hardt ogAntonio Negri myndun sjálfra ráðandi framleiðsluferlanna, með þeim afleiðingum að hlut- verk iðnvæddrar verksmiðjuvinnu hefiir minnkað og boðrænni samstarfs- og hrifvinnu6 gert hærra undir höfði. Sköpun auðs í eftirnútímavæðingu verald- arefnahagsins hneigist æ meir í átt að því sem við munum nefna lífpólitíska framleiðslu, framleiðslu samfélagslífsins sjálfs, þar sem hið hagfræðilega, pólitíska og menningarlega skarast í auknum mæli og tengist innbyrðis. Margir sjá í Bandaríkjunum hið endanlega yfirvald sem stjórnar ferlum hnattvæðingar og hinni nýju heimsskipan. Fylgismenn Bandaríkjanna lofa þau sem veraldarleiðtoga og eina stórveldi heimsins, og andstæðingar for- dæma þau sem heimsvaldasinnaðan kúgara. Bæði þessi viðhorf hvíla á hug- myndinni um að Bandaríkin hafi einfaldlega sveipað sig þeirri skikkju heimsyfirráða sem Evrópuþjóðirnar hafa kastað af sér. Hafi nítjánda öldin verið bresk, þá sé sú tuttugasta bandarísk; eða öllu heldur að ef nútíminn hafi verið evrópskur þá sé eftirnútíminn bandarískur. Alvarlegasta ásökunin sem gagnrýnendur geta beint að Bandaríkjunum er, samkvæmt þessu, að þau hafi tekið upp hætti evrópsku heimsvaldasinnanna óbreytta, á sama tíma og stuðningsmenn fagna Bandaríkjunum sem skilvirkari og velviljaðri heims- leiðtoga, enda takist þeim það sem Evrópumönnum mistókst. A hinn bóg- inn gengur grundvallartilgáta okkar, það að nýtt heimsvaldaform fullveldis hafi komið fram, í berhögg við bæði þessi viðhorf. Bandaríkin geta ekki frek- ar en nokkurt annað pjóðríki samtímans myndað miðju heimsvaldaáætlunar. Heimsvaldastefnan er búin að vera. Héðan af verður engin þjóð heimsleið- togi á sama hátt og Evrópuþjóðirnar forðum. Vissulega sitja Bandaríkin í öndvegi innan Veldisins, en þau forréttindi leiða ekki af líkindum þeirra við gömlu evrópsku heimsvaldaöflin, heldur af því sem skilur þar á milli. Auðveldast er að bera kennsl á þennan mun með því að beina sjónum að hinum eiginlegu heimsveldis- (ekki heimsvaldasinn- uðu) stoðum stjórnarskrár Bandaríkjanna, þar sem við eigum jöfnum hönd- um við hina formlegu stjórnarskrá, hið skrifaða skjal ásamt margvíslegum stjórnarskrárbreytingum og lögfræðitækjum, og efnislega samsetningu, þ.e. hina samfelldu mótun og endurmótun á samsetningu samfélagsafla.7Thom- as Jefferson, höfundar Federalists og aðrir hugmyndafræðilegir stofnendur Bandaríkjanna voru allir innblásnir af hinni fornu heimsveldisfyrirmynd; þeir töldu sig vera að skapa hinum megin Atlantshafsins nýtt Veldi með opnum og útvíkkandi landamærum, þar sem valddreifing færi fram í net- kerfiim. Þessi heimsvaldahugmynd hefur lifað af og þroskast út í gegnum samsetningarsögu Bandaríkjanna og hefur nú birst okkur á hnattrænum mælikvarða í fyllilega raungerðri mynd. 6 [Nafnorðið affect og lýsingarorðið affective merkja bókstaflega „geðhrif” eða „tilfinning". Þær þýðing- ar sníða merkingu orðanna hér of þröngan stakk. Gagnvart samhengi textans var ákveðið að þýða hér affect sem „hrif‘ (ft.), sbr. áhrif, geðhrif og sagnorðið að hrífa, og affective með forskeytinu „hrif-“. Hjörleifi Finnssyni eru færðar þakkir fyrir þessa tillögu.] 7 [Höfundar nota orðið constitution yfir það sem hér er þýtt sem annars vegar „stjórnarskrá“ og hins vegar „samsetning", en ekkert eitt orð er til á íslensku sem nær utan um báðar þessar merkingar.] [Safn greina um túlkun stjórnarskrár Bandaríkjanna frá sjónarhóli sambandsstjórnarsinna (federal- ista) sem Alexander Hamilton, James Madison og John Jay skrifuðu og gáfii út á árunum 1787-1788.]
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.