Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 155
Lífpólitísk framleiðsla
!53
Við viljum undirstrika að við notum ‘Veldið’ hér alls ekki sem myndlíkingu
- sem krefðist þess að sýnt yrði fram á skyldleika milli veraldarskipanar dags-
ins í dag og Rómaveldis, Kínaveldis, Vesturálfuveldanna og svo framvegis -
heldur sem hugtak, sem krefst fyrst og fremst fræðilegrar nálgunar.9 Veldis-
hugtakið einkennist umfram allt af markaleysi: Yfirráð Veldisins eru ótak-
mörkuð. Fyrst og fremst kemur Veldishugtakið á fót stjórn sem í raun um-
faðmar fymisheildina, eða sem ræður í raun yfir öllum hinum „siðmenntaða"
heimi. Engar svæðisbundnar hömlur takmarka umdæmi þess. I öðru lagi
kemur Veldishugtakið ekki fyrir sem sögulegt stjórnarfyrirkomulag sem á
upptök sín í landvinningum heldur sem skipan sem í raun skýtur sögunni á
frest og festir þar með núverandi stöðu mála í sessi til eilífðarnóns. Frá sjón-
arhóh Veldisins munu hlutirnir alltaf vera svona og var alltaf ætlað að vera
það. Með öðrum orðum koma yfirráð Veldisins ekki fram sem stund um-
skipta í framrás sögunnar heldur sem stjórnarfyrirkomulag án tímamarka og
í þeim skilningi utan við söguna eða við endalok sögunnar. I þriðja lagi ná
yfirráð Veldisins til allra sviða félagslegrar skipanar, aht niður í dýpi hinnar
félagslegu veraldar. Veldið hlutast ekki einvörðungu til um landsvæði og íbúa
heldur skapar það einnig sjálfan heiminn sem það byggir. Það stýrir ekki að-
eins mannlegum samskiptum heldur leitast það einnig beinlínis við að ráða
yfir mannlegri náttúru. Viðfang yfirráða þess er samfélagslífið í heild sinni,
og því er Veldið dæmigerðasta birtingarmynd lífvalds. Að síðustu er hugtak
Veldisins, þrátt fyrir að iðkun þess sé án afláts böðuð blóði, alltaf helgað friði
- eilífum alheimsfriði utan við söguna.
Veldið sem við stöndum frammi fyrir hefur yfir að ráða gríðarlegum
drottnunar- og eyðingarmætti, en sú staðreynd ætti ekki að fylla okkur sökn-
uði í garð eldri gerða af yfirráðum. Framgangurinn á vit Veldisins og hnatt-
væðingarferh þess bjóða frelsunaröflunum nýja möguleika. Hnattvæðingin
er vitaskuld ekkert eitt, og þau margþættu ferli sem við teljum til hnattvæð-
ingar eru hvorki sameinuð né samhljóða. Við munum halda því fram að
pólitískt verkefni okkar sé ekki bara að veita þessum ferlum mótspyrnu held-
ur að endurskipuleggja þau og beina þeim að nýjum markmiðum. Skapandi
öfl mergðarinnar10 sem bera Veldið uppi geta einnig af sjálfsdáðum byggt
upp gagn-Veldi, annan valkost í pólitískri skipulagningu á hnattrænu flæði
og skiptum. Baráttan fyrir því að grafa undan og kohvarpa Veldinu, sem og
fyrir því að byggja upp annan raunverulegan valkost, mun því eiga sér stað á
sjálfu heimsvaldasvæðinu - og slík barátta er raunar þegar farin að láta á sér
kræla. I þessari baráttu og margs konar viðlíka andófi mun mergðin þurfa að
finna upp ný lýðræðisform og nýtt hkamnað vald sem mun einn daginn taka
okkur í gegnum Veldið og út úr því.
9 Um hugtakið Veldi, sjá Maurice Duverger, „Le concept d’empire", í sami ritstj., Le concept d'empire
(París: PUF, 1980), bls. 5-23. Duverger skiptir sögulegu dæmunum í tvo meginflokka: Rómaveldi
annars vegar og Kína-, Araba-, Miðameríkuveldin og önnur veldi hins vegar. Greining okkar snertir
aðallega rómversku hliðina, því það líkan knúði áfram evró-amerísku hefðina sem hefúr getið af sér
núverandi heimsskipan.
10 [‘Mergð’ eða ‘mergðirí er þýðing á multitude. Framhald af Empire, sem væntanlegt er í ágúst 2004,
nefnist Multitude: War and Democracy in theAge ofEmpire.\