Hugur - 01.01.2004, Blaðsíða 159
Lífpólitísk framleiðsla
r5 7
anum þá nær þessi stýring vel út fyrir skipulögð svæði félagslegra stofnana
með sveigjanlegum og flöktandi netkerfum sínum.
I öðru lagi gera verk Foucaults okkur kleift að bera kennsl á lífpólitískt eðli
hins nýja valdmiðs.17 Lífvald er sú tegund valds sem samhæfir félagslegt líf
innanfrá, fylgir því, túlkar það, gleypir það í sig og endursegir það. Vald get-
ur aðeins náð árangursríkri stjórn á gjörvöllu lífi íbúanna þegar það verður að
heildrænu, lífsnauðsynlegu hlutverki sem hver einasti einstaklingur gengst
við og endurræsir af sjálfsdáðum. Eins og Foucault orðar það, þá er „lífið nú
orðið ... að viðfangi valdsins".18 Æðsta hlutverk þessa valds er að sitja um
gjörvallt lífið og fyrsta verkefni þess er að ráðskast með lífið. Það vald sem er
beinlínis í húfi þegar lífvald er annars vegar er framleiðsla og endurfram-
leiðsla lífsins sjálfs.
Þessir tveir þræðir í verkum Foucaults snertast á þann hátt að stýringarsam-
félagið er eitt um að geta tileinkað sér hið lífpólitíska samhengi sem sitt eina
tilvísunarsvæði. I framganginum frá ögunarsamfélaginu til stýringarsamfé-
lagsins verður nýtt valdmið að veruleika sem einkennist af þeirri tækni sem
lítur á samfélagið sem ríki lífvaldsins. I ögunarsamfélaginu voru afleiðingar
lífpólitískrar tækni enn hálfkveðnar vísur í þeim skilningi að ögunin þróaðist
samkvæmt tiltölulega lokaðri, rúmfræðilegri og megindlegri rökvísi. Ogunar-
samfélagið batt einstaklingana inn í stofnanir, en því mistókst að sporðrenna
þeim algjörlega inn í taktbundin slög framleiðslunnar, venjur hennar jafnt
sem félagsmótun; það náði ekki því marki að síast algjörlega inn í meðvitund
og h'kama einstaklinganna, það náði ekki því marki að meðhöndla og skipu-
leggja athafnir þeirra í heild sinni. I ögunarsamfélaginu má því segja að sam-
band valds og einstaklings hafi verið statískt: innrás ögunarvaldsins var í sam-
ræmi við andspyrnu einstaklingsins. Þegar vald verður á hinn bóginn
algjörlega hfpóhtískt samanstendur allur samfélagslíkaminn af vél valdsins og
hann þróast í sýndarveruleika þess. Þetta samband er opið, eigindlegt og hrif-
næmt. Samfélagið, sem nú er ofurselt valdi sem nær niður í taugahnykla sam-
félagsbyggingarinnar og þróunarferli þess, bregst við líkt og einn líkami. Vald
birtist því sem stýring sem teygir sig í gegnum dýpi meðvitundar og hkama
fólks - og samtímis út yfir öll félagstengsl.19
Við gætum þá sagt að í framganginum frá ögunarsamfélaginu til stýring-
arsamfélagins raungerist til fulls hið sífellt spennuþrungnara samband gagn-
17 Sjá aðallega Michel Foucault, The History of Sexuality, þýð. Robert Hurley (New York: Vintage,
1978), I. bindi bls. 135-145. Um hugtakið lífpólitík í höfimdarverki Foucaults, sjá einnig „The Poli-
tics of Health in the Eighteenth Century" í Power/Knowledge, Colin Gordon ritstj. (New York: Pant-
heon, 1980), bls. 166-182; „La naissance de la médecine sociale" í Dits et écrits (París: Gallimard,
1994), III. bindi bls. 207-228, einkum bls. 210; „Naissance de la biopolitique" í Dits et écrits, III. bindi
bls. 818-825. Dæmi um skrif höfimda sem sigla í kjölfar skilnings Foucaults á h'fpólitík eru Hubert
Dreyfus og Paul Rabinow (ritstj.), Michel Foucault: Beyond Structuralism and Hermeneutics (Chicago:
University of Chicago Press, 1992), bls. 133-142; og Jacques Donzelot, The Policing of Families, þýð.
Robert Hurley (New York: Pantheon, 1979).
18 Michel Foucault, „Les mailles du pouvoir" í Dits et écrits (París: Gallimard, 1994), IV. bindi bls.
182-201, tilvitnun á bls. 194.
19 Margir hugsuðir hafa fylgt í fótspor Foucaults og tekist vel upp í að orða vanda velferðarkerfisins. Sjá
einkum Jacques Donzelot, L'invention dusocial (París: Fayard, 1984); og Fran^ois Ewald, L'étatprov-
idence (París: Seuil, 1986).