Hugur - 01.01.2004, Page 167
Lífpólitísk framleiðsla
165
Héðan getum við greint sjóndeildarhring gilda og úthlutunarvél, uppsöfn-
unargangvirki og dreifingarleið, vald og tungumál. Það er ekki neitt, ekkert
„strípað líf‘, enginn ytri sjónarhóll, sem hægt er að ímynda sér fyrir utan
þetta peningamettaða svið; ekkert fær umflúið peningana. Framleiðsla og
endurframleiðsla klæðast búningi peninganna. I raun og veru eru allar ásjón-
ur hins lífpólitíska íklæddar kufli peninganna. „Söfnum auði, söfnum auði!
Þetta eru Móses og spámennirnir!"46
Hin miklu iðnaðar- og fjármálaveldi framleiða þannig ekki aðeins vörur
heldur einnig sjálfsverur. Þau framleiða gerandi sjálfsverur innan hins lífpól-
itíska samhengis: þau framleiða þarfir, félagsleg tengsl, líkama og huga —
með öðrum orðum framleiða þau framleiðendur.47 A sviði hins lífpólitíska er
lífinu gert að starfa fyrir framleiðsluna og framleiðslan látin starfa fyrir lífið.
Drottningin vakir stöðugt yfir framleiðslu og endurframleiðslu í þessu mik-
ilfenglega býflugnabúi. Því dýpra sem greiningin fer, því betur kemur sívax-
andi styrkur samtengdra og gagnvirkra sambanda í ljós.48
Einn þeirra staða þar sem við ættum að staðsetja lífpólitíska framleiðslu
skipanarinnar er í hinum óáþreifanlegu tengslum milli framleiðslu tungu-
máls, boðskipta og hins táknræna, sem boðskiptaiðnaðurinn þróar.49 Þróun
boðskiptakerfa á í lífrænu sambandi við hina nýju heimsskipan - hún er, með
öðrum orðum, afleiðing og orsök, afurð og framleiðandi. Boðsldpti takmark-
ast ekki við tjáningu heldur skipuleggja þau einnig hreyfingu hnattvæðing-
arinnar. Þau skipuleggja hreyfinguna með því að margfalda og koma skipu-
lagi á innbyrðis tengingar í gegnum netkerfi. Þau tjá hreyfingu og stjórna
merkingu og stefnu hins ímyndaða sem flæðir út í gegnum þessar boðskipta-
tengingar; með öðrum orðum, hinu ímyndaða er stjórnað og beint í farveg
boðskiptavélarinnar. Það sem valdskenningar nútímans álitu óhjákvæmilega
forskilvitlegt - það er, fyrir utan framleiðslu- og félagstengsl — verður hér til
í innviðunum, íverandi framleiðslu og félagstengslum. Framleiðsluvélin
gleypir í sig miðlunina. Hin pólitíska syntesa félagslegs rýmis er bundin í
rými boðskiptanna. Það er vegna þessa sem boðskiptaiðnaðurinn hefur náð
slíkri lykilstöðu. Hann skipuleggur ekki einvörðungu framleiðsluna á áður
óþekktum mælikvarða og kemur á nýju skipulagi sem hentar hinu hnattræna
46 Marx, Capital, I. bindi bls. 742.
47 Hvað þetta atriði varðar er hægt að vitna í fjöldann allan af ritum. Auglýsinga- og neyslukenningar
hafa svo mjög verið innlimaðar (á hárréttum tíma) í kenningar um framleiðslu að hugmyndafræði „at-
hyglinnar" er sett fram sem virði í hagfræðilegum skilningi! I öllu falli þá má mæla með eftirtöldum
ritum af þessu sviði: Susan Strasser, Satisfaction Guaranteed: The Making of the American Mass Mark-
et (New York: Pantheon, 1989); Gary Cross, Time and Money: The Making of Consumer Culture (New
York: Routledge, 1993). Ahugaverðari greining frá öðrum sjónarhóli er The Project on Disney, Ins-
ide the Mouse (Durham, Duke University Press, 1995). Framleiðsla framleiðandans er samt sem áður
ekki einungis framleiðsla á neytandanum. Hún felur einnig í sér framleiðslu stigvelda, gangvirki inn-
limunar og útilokunar og svo framvegis. Á endanum felur hún í sér framleiðslu á kreppu. Frá þessum
sjónarhóli, sjá Jeremy Rifkin, The End ofWork: The Decline of Global Labor Force and the Dawn of the
Post-Market Era (New York: Putnam, 1995); og Stanley Aronowitz og William DiFazio, The Jobless
Future (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1994).
48 Við stöndum í þakkarskuld við Deleuze og Guattari og bók þeirra Þúsundflekar fyrir að setja fram
ítarlegustu fyrirbærafræðilegu lýsinguna á þessari iðnaðar-peninga-veraldar-náttúru sem myndar
fyrsta stig heimsskipanarinnar.
49 Sjá Edward Comor ritstj., The GlobalPoliticalEconomy of Communication (London: Macmillan, 1994).