Hugur - 01.01.2004, Side 168
i66
Michael Hardt ogAntonio Negri
iými, heldur sér hann jafnframt til þess að réttlæting hennar verður íverandi.
Vald skipuleggur um leið og það framleiðir, á meðan það skipuleggur talar
það og tjáir sig sem yfirvald. Tungumálið, um leið og það tjáir, framleiðir
vörur en býr að auki til sjálfsverur, skapar þeim tengsl og skipar þeim niður.
Boðskiptaiðnaðurinn samþættir hið ímyndaða og hið táknræna innan lífpól-
itísks vefnaðar, og ofurselur það ekki einungis valdinu heldur samþættir það
í raun eigin hlutverki.50
Að svo búnu getum við byrjað að fást við spurninguna um réttlætingu
hinnar nýju heimsskipanar. Réttlæting hennar er hvorki sprottin af því al-
þjóðafyrirkomulagi sem á undan gekk né hlutverki frumgerða fyrstu yfir-
þjóðlegu stofnananna, en þeim var sjálfúm komið á fót með samningum sem
byggðir voru á alþjóðalögum. Réttlæting heimsvaldavélarinnar er að minnsta
kosti að hluta til mótuð af boðskiptaiðnaðinum, það er, úr umbreytingu nýrra
framleiðsluhátta í vélar. Hún er sjálfsvera sem framleiðir sína eigin valds-
ásýnd. Þessi gerð réttlætingar hvílir á engu utan sjálfrar sín og með því að
framleiða tungumál eigin sjálfsréttlætingar er henni hampað án afláts.
A þessum forsendum ætti að fást við eina afleiðingu til viðbótar. Ef boð-
skiptin eru einn forystugeira framleiðslunnar og verka á allt lífpólitíska svið-
ið, þá verðum við að líta svo á að boðskiptin og hið lífpólitíska samhengi eigi
sér samlíf. Þetta færir okkur langt út fyrir hið gamla landsvæði eins og Jurgen
Habermas, svo dæmi sé nefnt, lýsti því. Þegar Habermas þróaði hugmynd-
ina um boðskiptabreytni51 og sýndi um leið með áhrifaríkum hætti fram á
framleiðsluform hennar og verufræðilegar afleiðingar, studdist hann í raun
ennþá við sjónarhól sem lá utan þessara afleiðinga hnattvæðingarinnar, sjón-
arhól lífs og sannleika sem gæti staðið gegn upplýsinga- og nýlenduvæðingu
verunnar.52 Heimsvaldavélin sýnir okkur hins vegar að þessi ytri sjónarhóll
er ekki lengur til. Þvert á móti - samskiptaframleiðsla og myndun heims-
veldisréttlætingar þramma hönd í hönd og þau er ekki lengur hægt að að-
skilja. Vélin er sjálfsréttlætandi, sjálfskapandi - það er, eiginlegt kerfi. Hún
byggir upp félagslega vefnaði sem tæma allar mótsagnir eða gera þær óvirk-
ar; hún býr til aðstæður sem virðast gleypa í sig mismuninn í merkingarlaus-
um leik sjálfskapandi og sjálfstillandi jafnvægis, áður en hún neyðir mis-
muninn til hlutleysis. Við höfum áður fært rök fyrir því að sérhver
lögfræðikenning sem fæst við kringumstæður eftirnútímans verði að taka
þessa sérlega boðrænu skilgreiningu á félagslegri framleiðslu með í reikning-
inn.53 Heimsvaldavéhn hfir á því að framleiða jafnvægisástand og/eða á því
að smætta flókin mál, og lætur um leið sem hún færi fram áætlun um alþjóð-
legan ríkisborgararétt og í þeim tilgangi eykur hún á áhrifamátt íhlutunar
50 Sjá Stephen Bradley ritstj., Globalization, Tecbnologies, and Competition: The Fusion of Computers and
Telecommunications in the 90s (Cambridge, Mass.: Harvard Business School Press, 1993); og Simon
Serfaty, The Media and Foreign Policy (London: Macmillan, 1990).
51 [‘Boðskiptabreytni’ er þýðing á hugtaki Habermas communicative actioni (þ. kommunikatives Handeln).]
52 Sjá Jiirgen Habermas, Theory of Communicative Action, þýð. Thomas McCarthy (Boston: Beacon
Press, 1984). Við ræðum þessi tengsl boðskipta og framleiðslu í meiri smáatriðum í kafla 3.4 [sem
ekki er þýddur hér].
Sjá Hardt og Negri, Labor ofDionysus, kaflar 6 og 7.
53