Hugur - 01.01.2004, Síða 169
Lífpólitísk framleiðsla
í67
sinnar í alla þætti samskiptatengsla, en um leið leysir hún upp sjálfsmynd og
sögu á eins póstmódernískan hátt og hugsast getur.54 Öfiigt við það sem
haldið er fram í mörgum póstmódernískum greinargerðum, þá eyðir heims-
valdavélin alls ekki stórsögum55 heldur, þvert á móti, framleiðir hún þær og
endurframleiðir (ekki síst hugmyndafræðilegar stórfrásagnir) til að réttmæta
og hylla eigið vald.56 Þarna, þar sem framleiðsla með tungumáli, málfræði-
leg framleiðsla veruleikans og tungumál sjálfsréttlætingar fara saman, leynist
grundvallarlykillinn að skilningi á skilvirkni, gildi og réttlætingu heims-
valdaréttarins.
íhlutun
Þessi nýi rammi réttmætis felur í sér ný form og nýjar tjáningarmyndir beit-
ingarinnar á réttmcetu valdi. I mótun sinni verður hið nýja vald að sýna fram
á áhrifamátt sinn á sama tíma og stoðir réttlætingar þess eru í smíðum.
Raunar byggir réttmæti hins nýja valds að hluta til beinlínis á áhrifamætti
valdbeitingar þess.
Það hvernig áhrifamáttur nýja valdsins sýnir sig hefur ekkert með gömlu
alþjóðaskipanina sem nú er í andarslitrunum að gera; né heldur hefiir það
mikið gagn af þeim stjórntækjum sem hún skildi eftir sig. Kraftdreifing
heimsvaldavélarinnar markast af heilli runu nýrra eiginleika á borð við hið
ótakmarkaða athafnasvæði hennar, stökun og táknræna staðbindingu að-
gerða hennar og tengingu undirokunaraðgerða við allar hliðar hinnar lífpól-
itísku formgerðar samfélagsins. Sökum vöntunar á betra hugtaki nefnum við
þessar aðgerðir „íhlutanir". Þessi vöntun snýr einungis að hugtakinu en ekki
hugmyndinni sjálfri því þetta eru í raun ekki íhlutanir í lagalega sjálfstæð
landsvæði, heldur miklu fremur aðgerðir hinnar ráðandi framleiðslu- og
boðskiptaformgerðar innan sameinaðrar veraldar. Ihlutun hefur í raun verið
innrætt og gerð algild. I kaflanum hér á undan vísuðum við bæði til þeirra
formgerðarbundnu íhlutunaraðferða sem fela í sér beitingu peningalegrar
aflfræði og fjárhagslegra herbragða á hinu yfirþjóðlega sviði innbyrðis háðra
54 Þrátt fyrir öfgakennd viðhorf sumra höfunda í Martin Albrow og Elizabeth King ritstj., GlobaHz-
ation, Knowledge, and Society (London: Sage, 1990) og tiltölulega hófsemi hjá Bryan S. Turner, The-
ories of Modemity and Postmodernity (London: Sage, 1990) og Mike Featherstone ritstj., Global Cult-
ure, Nationalism, Globalization, and Modernity (London: Sage, 1991) er munurinn á afstöðu þeirra í
raun tiltölulega lítill. Við ættum alltaf að hafa hugfast að hugmyndin um „hnattrænt samfélag borg-
aranna“ fæddist ekki aðeins í huga tiltekinna póstmódernískra heimspekinga og á meðal ákveðinna
fylgismanna Habermas (á borð við Jean Cohen og Andrew Arato) heldur enn frekar innan þeirrar
hefðar alþjóðastjórnmálafræði sem fylgir Locke. Sá hópur býr yfir mikilvægum kenningasmiðum á
borð við Richard Falk, David Held, Anthony Giddens og (með fyrirvara) Danilo Zolo. Um hug-
myndina um samfélag borgaranna í hnattrænu samhengi sjá Michael Walzer ritstj., Toward a Global
Civil Society (Providence: Berghahn Books, 1995).
55 [‘Stórsaga’ er hér notað sem þýðing á master narrative, hugtaki ?em vísar til stórra, ráðandi hugmynda-
kerfa vestrænnar upplýsingar og módernisma.]
56 Með kaldhæðnu guðlasti nýlegra skrifa Jeans Baudrillard, á borð við The GulfWarDidNot Take Place,
þýð. Paul Patton (Blöomington: Indiana University Press, 1995), hefur ákveðinn armur fransks póst-
módernisma snúið aftur til eiginlegs súrrealísks samhengis.