Hugur - 01.01.2004, Page 176
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 174-196
Hjörleifur Finnsson
Af nýju lífvaldi
Líftækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði
í nýlegri bók sinni Empire (2000) gera ítalski heimspekingurinn Antonio
Negri og bandaríski bókmenntafræðingurinn Michael Hardt tilraun til að
skýra hnattvæðinguna út frá breyttum framleiðsluháttum auðvaldsamfélags-
ins. Þeir árétta að á síðustu þremur áratugum höíiim við verið á hraðri leið frá
iðnaðarsamfélagi yfir í upplýsingatæknisamfélag: Frá samfélagi nútímans til
samfélags eftirnútímans.1 Hafi nítjánda öldin og meirihluti þeirrar tuttugustu
verið tími iðnvæðingar, þjóðríkja, ögunarsamfélaga,2 upplýsingar og mann-
hyggju, það sem við nefnum einu orði nútímann, þá hefst á síðari hluta tutt-
ugustu aldar tími upplýsingavæðingar, hnattvæðingar, stýringarsamfélaga3 og
and-upplýsingar. Þetta ber þó ekki að skilja svo að iðnaður h'ði undir lok í
upplýsingavæddu samfélagi, ekki frekar en að landbúnaður gufi upp við skipt-
in frá landbúnaðarsamfélagi til iðnaðarsamfélags. Átt er við að nýir fram-
leiðsluhættir verði ráðandi innan stigveldis heimskapítalismans. Áður iðn-
væddist landbúnaður Vesturlanda og tryggði sér ráðandi stöðu gagnvart
óiðnvæddum landbúnaði þriðja heimsins, eins upplýsingavæðist iðnaður
1 Hugtökin „nútími“ og „eftirnútími" samsvara ensku hugtökunum „modernity" og „postmodernity".
Þau vísa í mismunandi sögutímabil þar sem efnislegir framleiðsluhættir eru ólíkir. Þeim má ekki rugla
saman við módernisma og póstmódernisma (modemism og postmodemism) sem vísa til ákveðinnar
menningarframleiðslu, orðræðu eða hugmyndafræði. Kenning Negri og Hardt felur í sér að við séum
stödd á tímabili eftirnútímans óháð því hvort póstmódernisminn hafi „sigrað" módernismann á
ákveðnum orðræðusviðum menningarlegrar framleiðslu. Þeir halda því ennfremur fram að í eftir-
nútímanum framleiði kapítalisminn sem aldrei fyrr stórsögur (master narratives) sem einnig einkenndu
nútímann. Sjá Antonio Negri og Michael Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla - ásamt formála að Veldinu ,
Viðar Þorsteinsson þýddi, Hugur, 15. ár (2003), s. 150-173.
2 „Ogunarsamfélög" er þýðing á franska hugtakinu sociétés disciplinaires, sem kemur frá Michel Fouc-
ault, en Negri og Hardt styðjast við greiningu hans á vestrænum nútímasamfélögum sem ögunarsam-
félögum. Sjá til að mynda Michel Foucault, Surveiller etpunir (Eftirlit og refsing), París, 1975.
3 „Stýringarsamfélög“ er þýðing á franska hugtakinu sociétés de contröle ættað frá Gilles Deleuze, en
Negri og Hardt taka upp greiningu Deleuze á færslu frá ögunarsamfélögum til stýringarsamfélaga þar
sem hann styðst við greiningu Foucaults að miklu leyti: „[Sjegja má að í almennari skilningi hafi allt
fyrsta skeið kapítalískrar auðsöfnunar (í Evrópu og annars staðar) farið fram undir þessu valdmiði.
Við ættum á hinn bóginn að líta á stýringarsamfélagið sem það samfélag (sem þróast á ystu nöf nú-
tímans og opnast í átt að eftirnútímanum) þar sem gangvirki stjórnunarinnar verða sífellt „lýðræðis-
legri“, ívera þeirra í hinni félagslegu vídd verður æ meiri og þeim er dreift í gegnum heila og h'kama
borgaranna. (Negri og Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla“, s. 156).