Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 178
i76
Hjörleifur Finnsson
beinast út á við. Hér er ekki ætlunin að endursegja greiningu Negri og
Hardt, heldur að tengja kenningu þeirra um upplýsingatæknivæðingu við líf-
tækniiðnaðinn og lífvalds-hugtak Michels Foucault, greina frá orðræðum
sem styrkja þessa þróun og því hvaða áhrif hún hefur á framleiðslu hins fé-
lagslega. Aherslan verður lögð á þrjár orðræður: orðræðu líftæknivísindanna,
nýfrjálshyggjunnar og lífsiðfræðinnar.
1. Lífvald ogfœrslan frá ögunarsamfélögum yfir í
stýringarsamfélög
I Viljanum tilþekkingar {La volonte' de savoir) greinir Foucault söguleg um-
skipti í gerð og virkni yfirvaldsins (souveraineté) sem eiga sér stað frá sautj-
ándu öld og fram á þá nítjándu. Fyrir þessi umskipti fólst vald yfirvaldsins í
réttinum til að skera úr um hvort þegn skyldi lifa eða deyja. Furstinn eða
konungurinn gátu sent menn í stríð, fórnað þeim sem peðum, eða brugðist
við uppsteyt gegn vilja yfirvaldsins með því að taka líf. Að leyfa að lifa eða
taka líf var kjarni þessa valds. Vald yfir lífinu felst í réttinum til að tortíma
því, í valdi yfir dauðanum. Umskiptin sem um ræðir felast í því, að viðfang
valdsins er ekki lengur að leyfa að lifa eða að taka líf, heldur verður það lífið
sjálft: Að stjórna lífinu, hvernig því er lifað. Þessi nýja gerð valds snýst um
tvo póla: „Ogun líkamans og skipulag landslýðs mynda pólana tvo sem vald-
ið yfir lífinu hefur skipulagt sig í kringum".7 8 Þessir pólar eru ekki andstæðir
heldur virka saman í gegnum fjölmargar tengingar. Ögun líkamans fer með-
al annars fram í skólum, herbúðum og verksmiðjum. Ögunartæknin felst
t.a.m. í niðurskiptingu tíma og rýmis svo og í eftirliti. Hin dæmigerða verk-
smiðja slíkrar ögunar skiptir tíma og rými niður í einingar sem hafa ákveðið
framleiðsluhlutverk, sem fylgt er eftir með eftirliti og skipulagt með ákveð-
inni byggingarlist. Tími og tými, stimpilklukka og færiband. Skipulag
landslýðs fer fram með skráningu og tölfræði. Viðfangið eru íbúar eða þjóð
landsins, þegnarnir. Manntöl, fæðingartölur og dánartölur haldast í hendur
við vöxt nýrra mann-, félags- og læknavísinda. Fylgst er með viðkomu, dreif-
ingu, hreinlæti og skiptingu íbúanna í stéttir. Þetta vald, sem í kringum fyrri
póhnn mótar einstakhnginn og finnur honum tölfræðilega stöðu innan
fjöldans í kringum þann seinni, nefnir Foucault „lífvald“ (bio-pouvoir)\
„Ogun: líkamsgerðarpólitík mannslíkamans“ og „skipuleggjandi stýring: lífpólit-
ik sem snýr að landslýðf Markmið lífvaldsins er að auka getu og framleiðni
einstaklinga og samfélags, og tengist þannig uppgangi kapítalismans nánum
böndum. Lífpólitíkin greinir m.a. hættur í samfélaginu með tölfræðilegum
aðferðum og grípur til ráðstafana á borð við reglusetningar til að mæta þeim.
Ogunarsamfélög lífvaldsins einkennast af aflokuðum framleiðslueiningum
og afhólfuðu umhverfi. Þannig kássast skóli, heimili og vinna/verksmiðja lít-
7 Michel Foucault, La volontéde savoir, París 1976, s. 183.
8 Sama rit, s. 183, skáletrað í frumtexta.