Hugur - 01.01.2004, Page 180
i78
Hjörleifur Finnsson
um söluna og markaðinn. Þannig er megineinkenni hans dreifmg og
í stað verksmiðja koma fyrirtæki.11
Fyrirtækið er ekki bundið ákveðnu þjóðlandi eða tilteknum hópi verkafólks.
Það kaupir vöruna fullbúna af undirverktökum og h'mir á hana vörumerki og
markaðssetur eða í mesta lagi setur hana saman úr fullbúnum pörtum. Fyr-
irtækið er hin nýja eining hnattvædds kapítalisma, sem kristallast í flatri
stjórnun auglýsingastofunnar ólíkt valdapýramída verksmiðjunnar. Um slíkt
auðmagnssamfélag segja Negri og Hardt:
[Sjtýringarsamfélagið er eitt um að geta tileinkað sér hið lífpólitíska
samhengi sem sitt eina tilvísunarsvæði. I framganginum frá ögunar-
samfélaginu til stýringarsamfélagsins verður nýtt valdmið að veru-
leika sem einkennist af þeirri tækni sem lítur á samfélagið sem ríki
lífvaldsins. I ögunarsamfélaginu voru afleiðingar lífpólitískrar tækni
enn hálfkveðnar vísur í þeim skilningi að ögunin þróaðist samkvæmt
tiltölulega lokaðri, rúmfræðilegri og megindlegri rökvísi. Ogunar-
samfélagið batt einstaklingana inn í stofnanir, en því mistókst að
sporðrenna þeim algjörlega inn í taktbundin slög framleiðslunnar,
venjur hennar jafnt sem félagsmótun; það náði ekki því marki að sí-
ast algjörlega inn í meðvitund og líkama einstaklinganna, það náði
ekki því marki að meðhöndla og skipuleggja athafnir þeirra í heild
sinni. I ögunarsamfélaginu má því segja að samband valds og ein-
staklings hafi verið statískt: innrás ögunarvaldsins var í samræmi við
andspyrnu einstaklingsins. Þegar vald verður á hinn bóginn algjör-
lega lífpóhtískt samanstendur allur samfélagslíkaminn af vél valdsins
og hann þróast í sýndarveruleika þess. Þetta samband er opið, eig-
indlegt og hrifnæmt. Samfélagið, sem nú er ofurselt valdi sem nær
niður í taugahnykla samfélagsbyggingarinnar og þróunarferli þess,
bregst við líkt og einn líkami. Vald birtist því sem stýring sem teyg-
ir sig í gegnum dýpi meðvitundar og líkama fólks - og samtímis út
yfir öll félagstengsl.12
Lífvaldið hefur breyst og tekið á sig fullkomnari mynd: Stýringarsamfélagið
stjórnar í gegnum sjálfstjórn sjálfsveranna sjálfra. En til þess að það sé hægt
þarf að framleiða sjálfsverurnar og samfélag þeirra á ákveðinn hátt. Forsenda
þess að sjálfsverurnar stýri sér sjálfar er að þær upplifi sig sem frjálsar og það
krefst þess að afhólfuð rými agaðrar framleiðslu leysist upp. Eftir því sem
sjálfsverurnar verða frjálsari eru fleiri mörk látinn fafla. „Opin“ rými eftir-
nútímans taka við af lokuðum rýmum nútímans.
11
12
Sama rit, s. 160.
Negri og Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla - ásamt formála að Veldinuuy s. 157.