Hugur - 01.01.2004, Side 182
i8o
Hjörleifur Finnsson
einstaklingum. Vísindamaðurinn átti skilið lof, heiður og jafnvel peninga
fyrir dug sinn og snilli, en einkaleyfi og eignarrétt fékk hann ekki á uppgötv-
unum sínum.14
Þetta er ekki lengur svona einfalt. Saga amerískra einkaleyfaveitinga sýnir
okkur hvernig þróunin hefur fjarlægst tvíhyggju menningar og náttúru, upp-
götvana og uppfinninga.
Bandarísk lög um einkaleyfi byggjast enn þann dag í dag á lögum frá 1793
sem samin voru af Thomas Jefferson. Þar segir að einkaleyfishæf sé: „hvers
kyns ný og notadrjúg list, vél, framleiðsla [manufacture\, eða samsetning efn-
is, eða hverskonar ný eða notadrjúg betrumbót þeirra“.15 Arið 1889 hafnaði
einkaleyfastofa Bandaríkjanna beiðni um einkaleyfi á ákveðnum trefjum sem
var að finna í nálum grenitrjáa, á forsendum sem síðar urðu þekkt sem nátt-
úruafurðareglan (product-of-nature doctrine).16 Þessi kenning gengur út frá
tvíhyggjunni sem lýst er hér að ofan, og útilokar því einkaleyfi á „náttúruaf-
urðum“. Þetta hélst nánast undantekningalaust17 til ársins 1980 þegar hæsti-
réttur Bandaríkjanna hratt úrskurði einkaleyfastofunnar sem hafði hafnað
beiðni um einkaleyfi á erfðaverkfræðilega breyttri bakteríu á forsendum
náttúruafurðakenningarinnar. Knappur meirihluti bandaríska hæstaréttarins
úrskurðaði að einkaleyfi skyldi úthlutað þar sem um væri að ræða nýja sam-
setningu efnis. Andi laga Jeffersons sé að hvetja uppfinninga- og vísinda-
menn og að ekki sé ástæða til að undanskilja nýja samsetningu örvera frá
skilningi Jeffersons á því hvað sé réttnefnd uppfinning.
Þessi úrskurður réttarins var ekki kveðinn upp í tómarúmi. Með tilkomu
erfðaverkfræðinnar, genasplæsingum og vexti líftækniiðnaðarins á áttunda ára-
tugnum jókst þrýstingur á að víkka út svið einkaleyfaveitinga svo þau næðu
einnig til h'fgerða [life forms). I þessu tiltekna prófmáh beittu sér meðal annars
fyrir veitingu leyfisins h'ftækni- og lyfjafyrirtæki, samtök einkaleyfalögfræðinga,
hfefnafræðinga og háskólar.18 Athyghsverð eru hin nánu tengsl háskóla, vís-
indamanna og stórfyrirtækja sem leggjast á eitt um að hægt verði að fá einka-
leyfi á h'fgerðir. Eins og fyrr segir var hér aðeins um bakteríu, örveru og nýja
samsetningu hennar að ræða, en eins og gagnfynendur einkaleyfisins bentu á er
erfitt að undanskilja „æðri“ tegundir þessum einkaleyfisrétti. Teljist baktería
samsetning efnis, en það er forsenda einkaleyfisins, verði ekki séð hvers vegna
æðri tegundir ættu ekki að gera það líka. Það sem gerðist í framhaldi af þessu
máh staðfesti grun gagnfynenda. Fyrst fékkst einkaleyfi á genabreyttri ostru
(1987) og skömmu síðar fékkst einkaleyfi á fyrsta spendýrinu: krabbameins-
músinni (oncomouse) (1988).19 Krabbameinsmúsin er erfðaverkfræðilega breytt
14 Tengsl uppgötvana hans við eignaréttinn eru þó stundum til staðar með óbeinum hætti í gegnum höf-
undarréttinn.
15 Sjá Daniel J. Kevles, „Diamond v. Chakrabarty and Beyond the Political Economy of Patenting life“,
Private Science} ritstj. Arnold Thackray, Philadelphia 1998, s. 65.
16 Sjá sama rit, s. 65-66.
17 Eina undantekningin er frá 1930 þegar bandaríska þingið samþykkti lög sem undanskyldu plöntur
sem var hægt að rækta kynlaust. Sjá sama rit, s. 66.
18 Sjá sama rit, s. 68.
19 Sjá sama rit, s. 74 og 75.