Hugur - 01.01.2004, Síða 185
Af nýju lífvaldi
183
Lífþólitíkin, sem Foucault greindi í ögunarsamfélögum nútímans, snerist um
að greina hættur samfélagsins og mæta þeim í þeim tilgangi að auka heild-
arframleiðsluna. Þannig felast t.a.m. í heilsugæslu, annars vegar tölfræðileg-
ar rannsóknir á fæðingar- og dánartölum, tíðni sjúkdóma o.s.frv. og hins
vegar reglugerðir um hreinlæti, mæðraskoðun, krabbameinsskoðun o.s.frv.
Lífpólitíkin beinist því að áhættustjórnun með samfélagsheildina í huga.
Velferðarsamfélagið byggir á hugmyndafræði nátengdri slíkri lífpólitík:
Hlutverk ríkisins er að þjóna íbúunum sem öryggisnet gegn áhættum sam-
félagsins, og styrkja þannig forsendur framleiðslunnar. Margt bendir til þess
að um þessar mundir eigi sér stað tilfærsla á þessari áhættustjórnun. Velferð-
arsamfélagið á í vök að verjast innan hnattvædds kapítalisma og gegn hug-
myndafræði hans, nýfrjálshyggjunni, sem boðar aðra leið í áhættustjórnun.26
Nýfrjálshyggjan felur því í sér umbreytingu á lífvaldinu. Hér er ekki ætlunin
að fara út í nákvæma greiningu á nýfrjálshyggjunni, heldur að benda á tengsl
hennar við aðrar samhliða tilfærslur, hvernig þær hverfast hvor um aðra,
meðframleiða og styrkja.
Aður en lengra er haldið er þó rétt að athuga nánar hvernig nýfrjálshyggj-
an greinir sig frá klassískri frjálshyggju. Ákveðnir túlkendur27 Foucaults hafa
greint mun þar á í tveimur meginatriðum: Annars vegar er á ferðinni ný skil-
greining á tengslum ríkis og efnahags, hins vegar er um mismunandi grund-
völl stjórnunar að ræða. Um hið fyrrnefnda segja þeir:
Olíkt rökvísi klassísku frjálshyggjunnar, skilgreinir og gætir ríkið
ekki lengur markaðsfrelsisins, heldur verður markaðurinn sjálfur að
skipuleggjandi og stjórnandi frumreglu ríkisins. Nýfrjálshyggjan
skiptir út takmarkandi og utanaðkomandi frumreglu fyrir gangstill-
andi innri frumreglu: Það er gerð markaðarins, sem þjónar ríki og
samfélagi sem skipulagslögmál.28
Hér erum við aftur komin að skiptingu rýmis. Samkvæmt klassískri frjáls-
hyggju er það ríkið sem skilgreinir og gætir markaðsfrelsisins, ríkið er tak-
markandi og utanaðkomandi, það er skýrt aðgreint frá markaðnum. Með
nýfrjálshyggjunni leysast þessi mörk upp og lögmál markaðarins verða að
lögmálum samfélags og ríkis. Um seinna atriðið, sem tengist hinu fyrra, segja
þeir:
Hin frjálslynda ríkisstjórn var bundin hagsmunaknúinni og frjálsri
hegðan einstaklinga á markaðnum vegna þess að um leið og rökvísi
þeirra tryggði velferð allra og styrk ríkisins hámarkaði hún virkni
markaðarins. Samkvæmt þessari hugmynd er frelsi einstaklingsins
26 Sjá ágætis umfjöllun Steindórs J. Erlingssonar, Genin okJkar, Reykjavík, 2002, sérstaklega s. 125-133,
einnig Thomas Lemke, „Regierung der Risiken".
27 Átt er við Thomas Lemke, Susanne Krasmann og Ulrich Bröckling.
28 Thomas Lemke, Susanne Krassmann og Ulrich Bröckling, „Eine Einleitung", Gouvemmentalitát der
Gegnwart, sömu ritstj., Frankfurt, 2000, s. 15.