Hugur - 01.01.2004, Page 186
184
Hjörleifur Finnsson
tæknileg forsenda rökvísrar stjórnar sem getur ekki skert þetta frelsi
án þess að ógna eigin grundvelli. Að vísu bindur nýfrjálshyggjan
einnig rökvísi stjórnarinnar við rökvísa hegðan einstaklinganna; en
hún leitar ekki lengur að rökvísri frumreglu stjórnunarskipulags í
náttúrulegu frelsi, sem beri að virða, heldur í tilbúnu frelsi: í rekstr-
arhegðun efnahagslega rökvísra einstaklinga.29
Rétt eins og í íyrra atriðinu, skiptingunni í rými, á sér hér stað tilfærsla. Ekki
hvað varðar bindingu við rökvísa hegðun einstaklinganna, heldur hvað varð-
ar frelsishugtakið sem liggur hegðuninni til grundvallar. Eins og kom fram í
síðasta hluta, þá einkenndist vestræn tvíhyggja nútímans af aðskilnaði manns
og náttúru, menningar og náttúru. Maðurinn var aðskilinn náttúrunni að svo
miklu leyti að hann var frjáls. Þetta frelsi var gefið, „náttúrulegt“, þar sem
maðurinn var hugsandi vera. Lögmál hugsunarinnar var hins vegar ekki að
finna á markaðnum eða í hinni blindu náttúru og því var frelsið aðskilið
hvorutveggja. Tilfærslan sem á sér stað felst í því að frelsið er skilgreint sem
val á markaði, rekstrarhegðun efnahagslegra rökvísra einstaklinga, og það rýfiir
aðskilnað markaðar og frelsis. Ef við berum þetta saman við kenningu Har-
away um náttúruvæðingu menningarinnar, þar sem náttúran er orðin verkleg
náttúra sem talin er lúta rekstrarlögmálum, sjáum við að með tilfærslu á frels-
ishugtakinu hefur þrennt runnið saman í eitt: lögmál markaðarins = lögmál
náttúrunnar = lögmál frelsisins. Sannfæringarkraftur orðræðu nýfrjálshyggj-
unnar liggur meðal annars í því, að skipulagið sem hún boðar virðist náttúru-
legt. Meint lögmál náttúrunnar eru lögmál samkeppni og (úr)vals, þar sem
hinir hæfustu lifa af. I kjölfarið verður frelsi nýfrjálshyggjunnar að valfrelsi í
samkeppni við aðra, þar sem hinir hæfari eru réttmœtir sigurvegarar einmitt
vegna þess að þeir eru hæfari. Þessi náttúruvædda orðræða breiðir yfir það að
öll orðræða um náttúruna er framleidd af mönnum í félagslegu og hagsmuna-
þrungnu samhengi. Hún breiðir yfir tilvist hins félagslega yfirleitt.
Einstaklingarnir og sá sjálfsskilningur þeirra sem orðræða nýfrjálshyggj-
unnar framleiðir, eru einstaklingar á markaði, sjálfsverur í samkeppni hvor
við aðra: Sjálfsveran sem rekstrareining. Einstaklingurinn sem fyrirtæki,
verktaki. Hegðan einstaklingsins, sjálfstýring hans, lýtur sömu rekstrarlegu
rökvísinni og rekstur fyrirtækja, rökvísi sem leitast við að hámarka það auð-
magn sem er til ráðstöfunar, rökvísi sem reiknar út áhættur, hvort og hvern-
ig megi mæta þeim, og hvort mögulegur hagnaður sé áhættunnar virði. Þessi
rökvísi krefst aðlögunar, straumlínulögunar og sveigjanleika. Einstakfingur-
inn eða sjálfsveran á samkvæmt þessari hugmyndafræði að vera fær um að
meta áhættur og taka ákvarðanir: Annaðhvort með því að tryggja sig gagn-
vart áhættum eða með því að taka þær. Blandi ríki eða samfélag sér í þetta
áhættumat og þessa ákvarðanatöku, skerðist valfrelsi einstaklingsins og frjáls
samkeppni. Slík íhlutun sé ónáttúrulegt (og þar með óréttmætt) inngrip í
gang náttúrunnar.
29 Sama rit, s. 15.
J