Hugur - 01.01.2004, Síða 187
Af nýju lífvaldi
185
Orðræða nýfrjálshyggjunnar hverfist um tilfærslu líftæknivísindaorðræð-
unnar á hugtökum náttúru og menningar um leið og hún færir stýringu á
áhættum frá ríki og samfélagi yfir á einstaklinginn. Um leið er framleidd
sjálfsvera með ákveðið stýrikerfi, sem snýst um rekstur sjálfs sín í samkeppni
á frjálsum markaði.
Nýfrjálshyggjan hverfist um orðræðu h'ftæknivísindanna, en líftæknivísind-
in eiga einnig þátt í tilfærslu áhættunnar frá samfélaginu yfir á einstaklingana
og hverfast þannig um nýfrjálshyggjuna. Skýrasta dæmið eru erfðavísindin.
Til að lýsa áhrifamætti orðræðu erfðavísindanna og félags-pólitískum
áhrifum hennar, talar Thomas Lemke um „genavæðingu"30 samfélagsins og
lýsir henni svo:
Fylgi maður um þessar mundir [2000] fréttaflutningi af raðgrein-
ingu erfðamengis mannsins, er ekki fjarri því að maður fái á tilfinn-
inguna að sameindalíffræðin sé orðin að veraldlegum trúarbrögðum.
Hún birtist sem samhljóma samþætting guðfræði og tækniveldis,
sem stillir upp trúarlegum heillaloforðum og pólitískum staðleysum
á öruggum og rökvísum grundvelli, samhliða því að gefa framförum
vísinda heilaga ásjónu. Spámenn og prestar hennar tala í jafn sjálf-
sögðum tón um „höfuðkreddu sameindalíffræðinnar" og þeir bera
raðgreiningu erfðamengis mannsins saman við leitina að hinum
„heilaga kaleik". I stað sjálfsskýringaraðferðar skriftanna kemur
greining hins einstaklingsbundna erfðamengis, sem á að ljóstra upp
um orsakir þess hvernig við erum, sannleikann um samsemd okkar
og framtíðarmöguleika okkar. Markmið þessa erfðafræðilega bisk-
upsbréfs liggur ekki lengur í heillum handanverunnar, heldur lofar
það líkn frá böli þessa heims og - með góðri hegðun - vellíðan, vel-
megun, heilsu og hamingju. Listi loforðanna teygir sig frá greiningu
á sjúkdómum og meðferð þeirra, lengingu lífsins og lausn félagslegra
vandamála, allt til öruggrar fæðu fyrir alla jarðarbúa.31
Botnlaus framfaratrú og heiUaloforð einkenna það sem mætti kalla erfða-
fræðilega smættarhyggju.32 Sem trúarbrögð og vísindi smættar hún mann-
inn og hina kviku náttúru niður í „statískar“ erfðir, nánar tiltekið niður í gen.
I genunum eru sagðar upplýsingar sem kveði á um gerð og uppbyggingu við-
komandi lífvera. Maðurinn er samkvæmt þessu summa gena sinna. Vanda-
málið er aðeins það að þessar upplýsingar genanna eru kóðaðar og þarf því
að afkóða þær (sbr. deCode) til að komast að upplýsingunum. Sú staðreynd
að erfiðlega hefur gengið að afkóða, og í þeim tilfellum sem það hefur tekist
hefur lítið verið hægt að nota þessar „upplýsingar“ til uppfyllingar heillalof-
orðanna,33 er samkvæmt þessari orðræðu tímabundið tæknilegt vandamál
30 Steindór J Erlingsson talar um „líftæknivæðingu“ í svipuðu samhengi í Genunum okkar, s. 125-132.
31 Thomas Lemke, „Regierung der Risiken", s. 221.
32 Sjá ágætis umfjöllun Steindórs J. Erlingssonar, Genin okkar, s. 37-75.
Sjá sama rit, s. 50-64.
33