Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 191
Af nýju lífvaldi
189
SmithKline, Eli Lily, DNA Sciences, Geron, Advanced Cell tec-
hnology, Genzyme, Affymetrix, Myriad Genetics, Millennium
Pharmaceuticals og Pall Corporation.45
En það eru ekki einungis einstakir lífsiðfræðingar sem tengjast hagsmuna-
böndum þeim fyrirtækjum sem þeir ættu í raun að veita aðhald, heldur teygja
þessi bönd sig inn í stofnanir og háskóla.
Undanfarin ár hefur komið skýrlega í ljós, hvað norður-amerísk líf-
siðfræði er háð stuðningi iðnaðarins. Miðstöðvar lífsiðfræði og heil-
brigðislaga í Toronto, Pennsylvaníu, Stanford og Arizona fylki,
ásamt öðrum háskólum, taka við styrkjum frá lyija- og líftækniiðn-
aðinum, hið sama gera lífsiðfræðistofnanir á borð við Hastings
Center og Midwest Bioethics Center sem hafa ekki fjárhagslegan
ábata að markmiði. Meira að segja siðfræðistofnun Amerísku lækna-
samtakanna [American Medical Association] nýtur styrkja iðnaðar-
ins.46
Hagsmunaárekstrar eru óhjákvæmilegir þegar um er að ræða svo náin tengsl
iðnaðar, vísinda og siðfræði. Lífsiðfræðingar hafa sætt harðri gagnrýni und-
anfarin ár sem samtök þeirra sáu sig tilneydd til að bregðast við.47 Nefnd var
sett í málið sem síðan gaf út leiðbeinandi reglur um ráðgjöf lífsiðfræðinga.
Fyrrnefndur Elliot telur þessar reglur gera illt verra, þar sem engan veginn sé
reynt að girða fyrir hagsmunaárekstra, ekki einu sinni með því að skylda lífs-
iðfræðinga að upplýsa hverjir borgi þeim. I fyrrnefndri skýrslu nefndarinnar
telur Elliot sig sjá hvaða skilning samtök lífsiðfræðinga leggi í lífsiðfræðina
sem slíka, en að hans mati eru „lífsiðfræðingar ekki fyrst og fremst fræði-
menn, kennarar eða læknar heldur atvinnu-þjónustuaðilar í markaðshag-
kerfi, sem auglýsa og selja siðfræði til greiðandi neytenda.“48 Það er ljóst að
slík siðfræði verður aldrei óháð eða gagnrýnin, enda sýnir saga lífsiðfræðinn-
ar að hún hefur aldrei staðið í vegi fyrir þörfum lífiðnaðarins.49
Ætla mætti að ameríska tilfellið væri sértilfelli, að annars staðar í heimin-
um hafi þróun lífsiðfræðinnar verið önnur. Það er rétt að lífsiðfræðin er að
einhverju leyti sér-amerískt fyrirbæri, en hún hefiir mikil áhrif á orðræður
annarra landa. Bandaríkin eru landið þar sem „framfarir“ í líftækniiðnaðin-
um eru hvað hraðastar og því fyrirmynd annarra þjóða. Siðfræðingar víða um
heim eru orðnir meðvitaðir um þá hættu sem felst í ráðgjafastörfum og þá
þýðingu sem slík þjónusta hefur fyrir siðfræðina í stærra samhengi. Einn
45 Sama rit, s. 37.
46 Sama rit, s. 37.
47 Um er að ræða American Society for Bioethics and Humanities og American Society for Law, Med-
icine and Ethics.
48 Carl Elliot, „Diary", s. 37.
49 Sjá Carl Elliot, sama rit; Roger Cooter, „The Ethical BodyM, Medicine in the Twentieth Century, ritstj.
sami og John Pickstone, Amsterdam, 2000; og Anne Wolf, „Biomacht - Bio-Politik“.