Hugur - 01.01.2004, Page 192
190
Hjörleifur Finnsson
þeirra er Jón Ólafsson heimspekingur sem menntaður er í Bandaríkjunum.
Hann segir:
Gagnrýnisleysi siðfræðinnar er því miður dapurleg staðreynd víða í
vestrænum samfélögum. Heimspekingar, siðfræðingar og aðrir láta
oft stjórnmálamenn, stundum blaðamenn eða sérhæfða baráttu-
menn af ýmsu tagi um alla raunverulega þjóðfélagsrýni. Sjálfir stilla
þeir sér upp sem einskonar sérfræðingar, kennarar eða ráðgjafar.
Þetta er auðvitað ekki algilt en algengt og hér á landi virðist mér
þróunin vera sú að heimspekingar hverfi inn í hlutverk ráðgjafans.
Þetta er að mínu mati óheillaþróun því að þó vel meinandi og vand-
virkir ráðgjafar séu gífurlega mikilvægir þá er hvöss og óvægin heim-
spekileg gagnrýni ómissandi. Heimspekingar eiga að stuðla að rök-
ræðum frekar en sáttum.50
Að mati Jóns liggur gangrýnishlutverk siðfræðinnar að veði: „Mín skoðun er
sú að hið gagnrýna gildi siðfræðinnar sé á endanum aðalatriðið",51 og því
varla samrýmanlegt hinu nýja ráðgjafarhlutverki siðfræðinnar. Ástæðan er ef
til vill sú, eins og kemur fram hjá Elliot, að ráðgjöfin er keypt, og viðkom-
andi siðfræðiþjónusta því bundin hagsmunum kaupandans. I svari sínu við
gagnrýni Jóns tekur Vilhjálmur Árnason undir það viðhorf Jóns að gagnrýni
sé meginhlutverk siðfræðinnar:
Ef siðfræðin nálgast ekki viðfangsefni sín undir því sjónarhorni að
afhjúpa þurfi þau duldu öfl sem hafa mótað sjálfsskilning okkar og
samfélagsgerð, þá verður hún aldrei annað en yfirborðsleg ábending
um siðleysi. En greining sem heldur sig við ásýnd hlutanna verð-
skuldar ekki að kallast gagnrýni.52
I ljósi þessa kemur á óvart að Vilhjálmur skuli skjóta sér undan að svara þeirri
gagnrýni Jóns að ráðgjafarhlutverkið sé ósamrýmanlegt gagnrýnishlutverki
siðfræðinnar. Ætla mætti að sá siðfræðingur sem fremstur íslenskra heim-
spekinga hefur stundað lífsiðfræði53 á Islandi, sem skrifaði ítarlega (og ein-
staka) bók á íslensku um Siðjræði lífs og dauða, sem hefur gegnt stjórnarfor-
mennsku í Siðfræðistofnun með það að yfirlýstu markmiði að veita/selja
slíka ráðgjafarþjónustu,54 og síðast en ekki síst, sá sem hefur sjálfur unnið
50 Jón Ólafsson, „Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar", Hugur, 12-13. ár (2000-2001), s. 95.
51 Sama rit, s. 96.
52 Vilhjálmur Árnason, „Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins", Hugur, 12-13. árg. (2000-2001),
s. 104.
53 Vilhjálmur nefnir lífsiðfræði sína „siðfræði heilbrigðisþjónustu" og tekur þannig mið af hugtökunum
„biomedical ethics", „medical ethicsM og „ethics of medicine and health careM. „Bioethics" eða lífsiðfræði
er ögn víðara hugtak og virðist tíðar notað í dag. Sjá Siðfrœði lífs og dauða, Reykjavík, 1993, s. 43.
54 Siðfræðistofnun hefur það sem eitt af markmiðum sínum „að veita upplýsingar og ráðgjöf um sið-
fræðileg efni.M Sjá www.heimspeki.hi.is/?stofnun/sidfraedi/forsida. í Árbók Háskóla íslands 1999 (s.
122) má í skýrslu frá Siðfræðistofnun lesa undir millifyrirsögninni „ÞjónustaM: „Siðfræðistofnun veitti
umsagnir um ýmis lagafrumvörp og skýrslur stjórnvalda á árinu og veitti fagfélögum og fyrirtækjum