Hugur - 01.01.2004, Síða 195
Af nýju lífualdi
193
Guðmundur Finnbogason sá fyrir sér að íslendingar gætu með
þekkingu sinni á ættfræði lagt mikið af mörkum til mannkynbóta-
fræðanna og kynbóta þjóðar sinnar og lagði hann til að komið yrði á
fót sérstakri „ættfræðistofnun". Hún skyldi geyma sem bestar og ít-
arlegastar upplýsingar um ættir Islendinga að fornu og nýju, og „ein-
hverja vitneskju um andlegt og líkamlegt eðli hvers ættmanns“. Hver
einasti Islendingur nútíðar og framtíðar yrði skráður í upplýsinga-
safn stofnunarinnar á þar til gerð spjöld.64
Unnur tengir sögu mannkynbóta við ógagmýna afstöðu okkar til líftækni
samtímans:
Saga mannkynbótastefnunnar er sannarlega athyglisverð í ljósi
þeirrar þróunar sem orðið hefur í vísindum og tækni á síðustu ára-
tugum. I stefnunni endurspeglast gildismat sem mótaðist í árdaga
þeirrar tæknihyggju sem við tökum nú sem sjálfsögðum hlut, oft efa-
semda- og gagnfynislaust. Enda þótt kröfur mannkynbótastefnunn-
ar um opinberar aðgerðir til að auka viðkomu ákveðinna hópa og
hindra barneignir annarra eigi ekki lengur hljómgrunn má greina
visst bergmál mannkynbótasinna í samtímanum.65
Hvert væri verkefni þeirrar gagnfynu siðfræði sem Vilhjálmur lýsir ef ekki að
rannsaka þessa tæknihyggju, bergmál mannkynbóta í samtímanum og tengsl
þeirra við líftækniiðnaðinn? Mannkynbætur eða mannrækt er ein augljósasta
birtingarmynd lífvalds og tilvitnunin hér að ofan ýjar að því að mannkyn-
bætur hafi laumað sér bakdyramegin inn í samtíma okkar með erfðalækning-
um og líftækni. Er hugsanlegt að líftæknivísindin og -iðnaðurinn snúist að
einhverju leyti um nýja gerð af lífvaldi sem inniheldur nýja gerð af mann-
rækt, og snúist um að framleiða sjálfsverur og samfélag á nýjan hátt saman-
ber það sem leitt var getum að í fyrri hlutum þessarar greinar? Fremur en að
ráðast í gagnfynið verkefni af þessu tagi virðist Vilhjálmur, sem telur mann-
rækt forkastanlega,66 hafa kosið að starfa sem siðfræðilegur ráðgjafi fyrir
stærsta líftæknifyrirtæki landsins.67 Hér vaknar spurningin hvort krafa Vil-
hjálms til siðfræðinnar, að hún sé samfélagsgagnfyni, liggi ekki eiginlega
fyrir utan það sem venjulega er átt við með siðfræði? Er hér ekki frekar um
að ræða pólitíska gagnfyni? Getur siðfræði verið gagnfynin á þann hátt sem
Vilhjálmur gerir kröfu um?
I ljósi þessara spurninga68 er vert að gefa þeirri fullyrðingu Jóns Olafsson-
64 Unnur Birna Karlsdóttir, „Kynbætt af þúsund þrautum", Sktmir, 172. árg., (Haust 1998).
65 Sama rit, s. 447.
66 Sjá Vilhjálm Árnason, „Tækni til að skapa mann“, Morgunblaðið 17. maí 1997.
67 Vilhjálmur er vissulega gagmýninn á mannkynbætur í verkum sínum, en hér snýst málið um að halda
sig ekki við ásýnd hlutanna. Þegar nánar er athugað eru sterk hugmyndafræðileg og félagspólitísk
tengsl á milli gamaldags mannkynbótastefnu og lífvísinda- og líftækniiðnaðar samtímans. Þótt
áhugavert hefði verið að lýsa þessum tengslum nánar, myndi það sprengja ramma þessarar greinar.
68 Itarlega umfjöllun um þessar spurningar er að finna hjá Davíð Kristinssyni og Hjörleifi Finnssyni,