Hugur - 01.01.2004, Page 202
200
Garðar Arnason
speki. Ég vonast til að sýna fram á að Foucault hafi sett fram hugmyndir sem
skipta vísindaheimspekinga máli, sérstaklega þá sem áhuga hafa á söguleg-
um og félagslegum þáttum vísindalegrar þekkingar og starfsemi, ekki síður
en hinum þekkingarfræðilegu.
I kaflanum Vísindi mun ég gera því skil sem Foucault nefndi fornminja-
fræði, síðan sný ég mér að greiningu Foucaults á þekkingu og valdi í kaflan-
um Gagnrýni, og lýk greininni, í kafla sem nefnist Sannleikur, með hugleið-
ingu um hlutverk sannleikans í samfélögum nútímans og tengslum
sannleikans við vald, gagnrýni og frelsið. Markmið mitt er að setja fram
nokkurs konar yfirht yfir heimspeki Foucaults með áherslu á vísindaheim-
speki hans. Foucault fékkst við margs konar viðfangsefni, sem faha innan
margra fræðigreina. Ég mun einungis gera fáeinum þeirra skil. Jafnframt er
bakgrunnur heimspeki hans svo víðfeðmur að vart er hægt að gera fuhnægj-
andi grein fyrir honum nema með því að rekja stefnur og strauma í hug- og
félagsvísindum á 20. öld í aUmiklum smáatriðum. Það er ekki hægt í stuttri
grein sem þessari. Ég mun því ekki ræða strúktúrahsma, sálgreiningu, fyrir-
bærafræði eða marxisma, hvað þá stefnur á borð við annálaskólann franska í
sagnfræði, þótt aUt þetta hafi haft áhrif á þróun hugmynda Foucaults.
Auk þess að gefa almenna yfirsýn yfir vísindaheimspeki Foucaults, mun ég
leitast við að svara spurningunni: Hvernig er vísindagagnrýni möguleg?
Vísindi
Rit Foucaults frá sjöunda áratugnum eru oft kennd við „fornminjafræði" (fr.
archéologie). Þótt orðið komi fyrir í Geðveiki og óskynsemi (1961) og í undir-
titU Tilurð spítalans: Fornminjafrœði sjónarhorns lœknisfrœðinnar (1963), verð-
ur fornminjafræðin ekki að meðvitaðri og afmarkaðri aðferð fyrr en í Orðum
og hlutum: Fornminjafræði mannvísindanna (1966). Fjórða og síðasta forn-
minjafræðirit Foucaults er Fornminjafrœði þekkingar (1969), en þar gerir
hann tilraun til að skilgreina og kerfisbinda fornminjafræðina sem aðferð.6
Heimspeki Foucaults tók sífelldum breytingum. Hann áleit það eitt mark-
mið skrifa sinna að breytast og hugsa öðru vísi en hann áður gerði.7 Það má
því ekki líta svo á, eins og sumum hættir til sem fjalla um fornminjafræði
Foucaults, að fornminjafræðin hafi frá upphafi verið skýrt afmörkuð aðferð
sem Foucault hafi beitt á ýmis efni í bókum sínum. Því fer fjarri að forn-
minjafræðin hafi sprottið út úr höfði Foucaults sem fidlsköpuð aðferð. Ekki
er hægt að tala um afmarkaða og meðvitaða aðferð fyrr en í Orðum og hlut-
6 Folie et déraison. Histoire de lafolie á l'áge classique, París 1961. Ensk þýð. (stytt): Madness and Civiliz-
ation:A History oflnsanity in the Age of Reason, New York 1965. Naissance de la clinique. Une archéo-
logie du regard médical, París 1963. Ensk þýð.: The Birth of the Clinic: An Archaeology ofMedicalPercept-
ion, New York 1973. Les mots et les choses: une archéologie des sciences humaines, París 1966. Ensk þýð.:
The Order ofThings: An Archaeology of the Human Sciences, New York 1971. L'archéologie du savoir,
París 1969. Ensk þýð.: The Archaeology of Knowledge, New York 1976.
7 Sjá Michel Foucault: Remarks on Marx, New York 1991, bls. 27 (viðtal tekið í lok árs 1978); og sami:
The Archaeology of Knowledge, bls. 17.