Hugur - 01.01.2004, Page 210
208
Garðar Arnason
ástríðum, uppeldi og eðli. Pierre Riviére tilheyrði nýrri tegund af manni, af-
brotamanninum, og til þess að samfélagið gæti haft stjórn á þessari nýju teg-
und varð að afla þekkingar á henni. Nýja hegningarkerfið og afbrotamaður-
inn voru sköpuð hvort fyrir annað og hvorugt gat án hins verið.
Önnur eftirminnileg persóna úr ritum Foucaults er fávís vinnumaður sem
gaf litlum stúlkum smápeninga fyrir að „klappa" sér eða leika leik sem hann
kaflaði „ysta mjólk“. Foreldrar einnar stúlkunnar komu manninum í hendur
yfirvalda árið 1867. Það var auðvitað engin nýlunda að slíkt hátterni væri
ekki liðið, en meðferðin sem vinnumaðurinn fékk hjá yfirvöldum var ný af
nálinni. Foreldrarnir bentu bæjarstjóranum á manninn, „bæjarstjórinn til-
kynnti um manninn til lögreglunnar, lögreglan leiddi hann fyrir dómara, sem
gaf út ákæru og sendi manninn fyrst til læknis og síðan til tveggja annarra
sérfræðinga sem skrifuðu ekki einungis skýrslu heldur létu gefa hana út.“25
A þessum tíma var orðið nauðsynlegt að rannsaka manninn. Maðurinn, verk
hans og nautnir voru orðin að viðfangi:
[Þau voru] ekki einungis [orðin að] viðfangi samfélagslegrar höfnun-
ar, heldur viðfangi réttarfarslegra athafna, læknisfræðilegrar íhlutunar,
vandlegrar kh'nískrar rannsóknar og fræðilegrar umræðu. Vert er að
taka eftir því, að þeir gengu svo langt að mæla hauskúpuna, rannsaka
beinabyggingu andlitsins, og leita mögulegra merkja um hnignun í
líkamsgerð þessarar manneskju sem fram að því hafði verið hversdags-
legur hluti af bæjarlífinu; að þeir létu hann tala; að þeir spurðu hann
um hugsanir hans, hneigðir, venjur, skynjanir og skoðanir. Og svo, eft-
ir að hann var sýknaður af öllum glæp, ákváðu þeir loks að gera hann
að hreinu viðfangi læknisfræði og þekkingar - viðfangi sem var lokað
inni það sem eftir var ævinnar á sjúkrahúsi í Maréville, en um leið við-
fangi sem skyldi opinberað hinum lærða heimi með nákvæmri grein-
ingu. [...] Þannig var það sem samfélag okkar - og það var eflaust hið
fyrsta í sögunni til að grípa til sflkra aðgerða - byggði í kringum þess-
ar líkamshreyfmgar sem eru óháðar tíð og tíma, þessar vart duldu
nautnir milli fullorðinna einfeldninga og árvakra barna, heilt kerfi til
þess að láta tala, til þess að greina og rannsaka.26
A 19. öld var það orðið mikilvægt og áhugavert að öðlast þekkingu á þessari
tegund af manni. Ný tegund af manni var að verða til, tegund er nú á dög-
um nefnist kynferðisafbrotamaður.27
Samspil valds og þekkingar þróaðist þannig á 18. og 19. öld að þau urðu
óaðskiljanleg. Það var ekki lengur hægt að beita valdi nema með því að fram-
leiða þekkingu, og um leið verðum við að lúta þekkingarframleiðslunni
25 Michel Foucault: History of Sexuality /, bls. 31.
26 Sami, bls. 31-32.
27 Bandaríski heimspekingurinn Arnold I. Davidson hefur skrifað töluvert um Foucault og fomminja-
fræðilegar rannsóknir á kynferði. Sjá Arnold I. Davidson: The Emergence ofSexuality: HistoricalEpist-
emology and the Formation of Concepts, Cambridge, MA, 2001.