Hugur - 01.01.2004, Side 211
Vísindi, gagnrýni, sannleikur
209
vegna valdsins, þ.e. vegna þeirra valdatengsla sem við stöndum í gagnvart
þekkingarframleiðslunni.28 Tengsl valds og þekkingar er flókið, og Foucault
forðaðist að setja fram almennar lýsingar á þeim tengslum. Þessi tengsl verð-
ur að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. Þó lýsti Foucault tvenns konar tengslum
sem telja má almenn. Það er annars vegar sú vald-þekking sem leiðir til þess
að menn eru flokkaðir, greindir og rannsakaðir. Það er sú vald-þekking sem
Pierre Riviére og vinnumaðurinn fengu að kynnast, og milljónir hafa kom-
ist í kynni við síðan. Við kynnumst flest af eigin raun þessum tengslum á
einhvern hátt, ekki endilega sem afbrotamenn, en til að mynda sem samkyn-
hneigðir, ungar mæður, fadaðir, ofdrykkjumenn, örvhentir, geðsjúklingar
(með ótal undirflokkum), atvinnuleysingjar, offitusjúklingar, heimilislausir,
innflytjendur eða nýbúar, eiturlyfjaneytendur, ofbeldishneigðir karlmenn,
einstæðar mæður, ofvirk börn, öryrkjar, námsmenn, kynskiptingar, fátæk-
lingar og láglaunafólk, spilafíklar, aldraðir, vændiskonur, heimanfarnir, heim-
anreknir og heimilislausir unglingar, og svo má lengi telja — og enn lengur ef
hver undirflokkur sjúklinga og afbrotamanna er talinn. Samfélagið þarf að
hafa stjórn á þessu fólki, þ.e.a.s. á okkur öllum, og gerir það með því að fram-
leiða þekkingu á öllum mögulegum tegundum manna, karlmanna sem kven-
manna. Auk vísindarannsókna má benda á gagnasöfn opinberra stofnana,
svo sem lögreglu, heilbrigðisstofnana, Hagstofu, Tryggingastofnunar, Land-
læknis og svo má lengi telja. Tilgangur margra þessara gagnasafna er að
fylgjast með samfélaginu til þess að geta gripið inn z'þróun mála þegar á þarf
að halda.
Onnur almenn tengsl á milli valds og þekkingar eru þau sem Foucault
nefndi lífvald (e. biopoiver). Lífvaldið verður til á 18. öld með títtnefndum
breytingum sem urðu þá á valdsgerð samfélagins í Evrópu. Einvaldurinn
hafði haft vald til þess að taka líf þegna sinna eða gefa þeim líf ef honum
sýndist svo. Sverð einvaldsins var merki þessa valds. Vald hans tengdist því
dauðanum: Hann stjórnaði í valdi þess að geta bundið enda á líf. Hið nýja
valdskipulag beindist ekki að dauðanum með þessum hætti, heldur að líf-
inu: Það miðaðist að því að hafa vald á hinum lifandi án þess að byggja það
vald á rétti til að drepa. Valdið hlúði nú að lífinu, en gat einnig útilokað það
svo jafna má við líflát.29 Frá þessu sjónarhorni má nefna þetta vald lífvald.
Foucault nefnir tvo póla lífvalds, annars vegar „líkamsgerðarpólitík manns-
líkamans" (e. anatomo-politics of the human body) og hins vegar „lífpólitík
sem snýr að landslýð" (e. bio-politics of the population). Eg mun til einföld-
unar nefna þetta stjórnmál mannslíkamans og stjórnmál landslýðsins.
Stjórnmál mannslíkamans beinast að því að aga líkama okkar: ,,[A]ð auka
gagnsemi hans og um leið hlýðni, að samtvinna hann kerfum skilvirkrar og
hagkvæmrar stjórnunar."30 Þýðing líkamans gjörbreyttist á 18. öld, eins og
sjá má á því hvernig hermaðurinn breyttist á þessum tíma. Fram á 17. öld var
hermaðurinn ákveðin manngerð, hann þekktist á því að hann var sterkur frá
28 Michel Foucault: „Two Lectures", bls. 93.
29 Michel Foucault: History of Sexuality I, bls. 136-137.
30 Sami, bls. 139.