Hugur - 01.01.2004, Side 212
210
Garðar Arnason
náttúrunnar hendi, hugrakkur og tignarlegur. Á síðari hluta 18. aldar var
hann orðinn maður sem hafði fyrst orðið til með aga og strangri þjálfun.31
Með aga og þjálfun gat næstum hver sem er orðið að hermanni. Þessi stjórn-
mál mannslíkamans voru ekki bundin við hermennsku. Fangelsi, skólar og
verksmiðjur miða byggingar, skipulag og starfsemi sína við stjórnun manns-
líkamans með aga og þjálfun.
Stjórnmál landslýðsins þróuðust nokkru síðar en stjórnmál mannslíkam-
ans. Stjórnmál landslýðsins beinast ekki að líkamanum sem lífveru heldur að
mannkyni sem tegund, þ.e. að því að stjórna hópum fólks, einkum íbúum
lands eða svæða. Þau fást til dæmis við „æxlun, fæðingar og andlát, heilbrigð-
isstig, h'fsh'kur og ævilengd, ásamt öllum þeim skilyrðum sem geta valdið
breytingum á þessu“.32 Þau samanstanda af ýmiskonar aðferðum og tækni
við að hafa áhrif á og stjórna hópum fólks, landslýð, þjóðum eða „þýði“. Slík
íhlutun krefst gífurlegrar framleiðslu á þekkingu á hópunum, sem verða að
tölfræðilegum viðföngum - að þýði. Þessi tegund lífvalds er nátengd tilurð
og útbreiðslu tölfræðinnar á 18. og 19. öld.33
Af þeirri þekkingu sem tengist valdi er vísindaleg þekking mikilvægust.
Þetta á sérstaklega við um vísindi og fræði sem hafa manninn að viðfangs-
efni. Foucault vildi ekki draga almennar ályktanir um raunvísindalega þekk-
ingu af rannsóknum sínum á mannvísindalegri þekkingu, án þess að hafa
rannsakað raunvísindalega þekkingu. En hann kaus fremur að einbeita sér að
mannvísindum, vegna þess að þau eru að hans mati í nánari tengslum við
stofnanir samfélagsins og þróun valdsins, auk þess sem raunvísindi byggja á
fastari þekkingarfræðilegum grunni en „vafasöm" vísindi eins og geðlækn-
ingar.34 Því verði tengsl valds og þekkingar Ijósari í sögu mannvísinda en í
sögu raunvísinda. Aðrir hafa yfirfært hugmyndir Foucaults á raunvísindin
með ágætum árangri, einkum bandaríski heimspekingurinn Joseph Rouse og
Hacking.35 Einnig hafa vísindafélagsfræðingar og -sagnfræðingar, án þess að
vísa sérstaklega til Foucaults, sýnt hversu háð raunvísindi eru félagslegum
skilyrðum.
En þótt Foucault hafi ekki fengist við raunvísindi, hafði hann samt sem
áður dýpri sýn á þau en margir rökgreinandi vísindaheimspekingar á áttunda
áratugnum. I viðtali við Foucault, sem tekið var 1978, var hann spurður hvort
greining hans á tengslum valds og þekkingar snerti „nákvæm vísindi“. Fyrst
neitar Foucault því, vegna þess að hann hafi ekki rannsakað þau sérstaklega,
en bætir svo við:
31 Michel Foucault: Discipline and Punish, bls. 135.
32 Sami, bls. 139.
33 Ian Hacking hefur fjallað mikið um tölfræði, bæði sem nýjan rökfærslustíl á 19. öld og notkun henn-
ar í þekkingarframleiðslu og samfélagi. Sjá Ian Hacking: „,,Stíll“ fyrir sagnfræðinga og heimspekinga“
og The Taming of Chance, Cambridge, 1990.
34 Sjá Michel Foucault: „Truth and Power [1977]“, Power/Knowledge, bls. 109.
35 Sjá Joseph Rouse: Knowledge and Power, Ithaca og London, 1987; sami: „Foucault and the Natural
Sciences“, John Caputo og Mark Yount (ritstj.): Foucault and the Critique of Institutions, University
Park PA, 1993; og Ian Hacking Representing and Intervening: Introductory Topics in the Philosophy of
Natural Science, Cambridge, 1983.