Hugur - 01.01.2004, Page 215

Hugur - 01.01.2004, Page 215
Vísindi, gagnrýni, sannleikur 213 hvorki sönn né ósönn, í þeim skilningi að það er alls ekki ljóst við hvers kon- ar aðstæður hún væri sönn eða ósönn. Jafnvel viðföngin sjálf eru að einhverju leyti afsprengi hugsunarkerfis og orðræðu þess, eins og „maðurinn“ sem við- fang þekkingarsköpunar varð til í ákveðinni orðræðu seint á 18. öld. Samspil þekkingar og valds skapar eigin viðföng, eins og afbrotamanninn. En ákvarðar valdið hvað sé satt? Þess verður að gæta að valdið sem um ræðir er ekki vald sem einhver hefur og því er sannleikurinn ekki einfaldlega skoðun þess sem valdið hefiir. En leiðir það af greiningu Foucaults á valdi og þekk- ingu að sannleikurinn sé ekki annað en útkoma ákveðinna valdatengsla? Nei, valdatengslin ákvarða ekki hvað er satt, en samt er sannleikurinn háður valdi: Það sem skiptir hér máli, held ég, er að sannleikurinn er ekki fyrir utan vald, né skortir hann vald: Ofugt við goðsögnina, en vert væri að rannsaka nánar sögu og hlutverk hennar, þá er sannleikurinn ekki laun hins frjálsa anda, barn langvarandi einsemdar, né forréttindi þess sem hefur tekist að brjóta af sér hlekkina. Sannleikurinn er þessa heims: Hann er einungis framleiddur með höftum af ýmsu tagi. Og hann hefur regluleg valdsáhrif. Hvert samfélag hefur sína sannleiksstjórn, sín „almennu stjórnmál“ sannleikans.40 Foucault notar hér „sannleiksstjórn" og „almenn stjórnmál sannleikans" um nánast það sama. Ég nota hins vegar „stjórnmál sannleikans" einungis um staðbundin átök þar sem tekist er á um valdsáhrif ákveðinnar vísindalegrar orðræðu og um vísindalega orðræðu ákveðins valds. „Sannleiksstjórn“ er aft- ur á móti það skipulag sem samfélag hefur á orðræðum sannleikans, þ.e. hvernig vald og þekking eru stillt saman í samfélaginu. Þannig samanstend- ur sannleiksstjórn almennt af eftirfarandi þáttum: „Þeim tegundum orðræðu sem samfélagið samþykkir og gefur hlutverk sannleikans; aðferðum og dæm- um sem gera kleift að skilja á milli sannra og ósannra setninga, hvernig hvort um sig er staðfest; þeirri tækni og þeim aðferðum sem er gefið gildi við að afla sannleikans; stöðu þeirra sem hafa það hlutverk að segja það sem telst satt.“41 Sýn Foucaults á sannleikann er mjög félagsleg, en það leiðir ekki af henni að sanngildi setninga ákvarðist af félagslegum öflum. I raun skiptir sanngildið, í frumspekilegum skilningi, ekki máli fyrir Foucault, heldur þau félagslegu sigurverk sem skilja að sannar og ósannar setningar, og valdið sem sannar setningar hafa. Vestræn samfélög nútímans búa yfir sannleiksstjórn sem byggir á vísinda- legri þekkingu. Greiningu Foucaults á sannleiksstjórn í þessum samfélögum má lýsa sem svo: Sannleikurinn er látinn snúast um vísindalega orðræðu og þær stofnanir sem framleiða hana. 40 Michel Foucault: „Truth and Power [1977]“ Power/Knowledge, bls. 131. 41 Sami, bls. 131.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.