Hugur - 01.01.2004, Page 216
214
Garðar Arnason
Sannleikurinn er framleiddur undir stöðugum efnahagslegum og
pólitískum þrýstingi.
Sannleikurinn er viðfang, í margs konar mynd, gríðarlegrar dreifing-
ar og neyslu.
Sannleikurinn er framleiddur og miðlað undir ráðandi ef ekki ein-
ráða stjórn fáeinna stórra pólitískra og fjárhagslegra kerfa.
Sannleikurinn er tilefni pólitískrar umræðu og félagslegra árekstra.42
Það er í þessu samhengi nútíma sannleiksstjórnar sem vísindagagnrýni fer
fram. Með því að líta á vísindin í þessu samhengi opnast ný leið til gagnrýni.
Hefðbundin vísindagagnrýni hefur beinst annað hvort að þekkingarfræði-
legum efnum eða siðfræðilegum. Þekkingarfræðileg gagnrýni beinist að und-
irstöðum vísindalegrar orðræðu, aðferðunum sem beitt er og hvort viðkom-
andi vísindi séu góð eða slæm, áreiðanleg, vafasöm eða gervivísindi.
Siðfræðileg gagnrýni tengd vísindum beinist einkum að hagnýtingu vísinda-
legrar þekkingar, að því marki sem hægt er að greina á milli framleiðslu vís-
indalegrar þekkingar og hagnýtingu hennar. Einnig getur siðfræðileg
gagnrýni beinst að þeirri spurningu hvort framleiðsla tiltekinnar vísindalegr-
ar þekkingar geti skaðað einstaklinga, samfélag eða umhverfi. Þá er til dæm-
is spurt hvort leita skuli upplýsts samþykkis frá þátttakendum í vísindarann-
sóknum og þá hvernig, eða hvers konar tilraunir sé réttlætanlegt að gera á
dýrum. Lífsiðfræðileg gagnrýni er alltof oft bundin við gagnrýni af þessu
tagi, þ.e. notkun vísindalegrar þekkingar og meðhöndlun þátttakenda í vís-
indarannsóknum. Gengið er að vísindunum sjálfiim sem gefnum, eins og
þau séu hafin yfir alla gagnrýni. Auk þess missir slík h'fsiðfræði sjónar á sam-
félagslegum aðstæðum, valdatengslum og hagsmunum.
Þessar tvær hefðbundnu tegundir af vísindagagniýni eru ekki andstæðar
þeirri gagnrýni sem ég kenni við stjórnmál sannleikans, en þeim hættir til að
taka sér stöðu utan við átökin, að líta á þau utanfrá, og út frá altækum og ei-
lífum viðmiðum. Að taka þátt í stjórnmálum sannleikans með vísinda-
gagnrýni er að taka sér stöðu í miðjum þeim átökum sem eiga sér stað um
ákveðna vísindalega orðræðu eða um ákveðið vald sem beitir vísindalegri
orðræðu. Þekkingarfræðileg og siðfræðileg gagnrýni getur verið áhrifaríkt
meðal í slíkum átökum, en vísindagagnrýni takmarkast ekki við þekkingar-
fræðileg og siðfræðileg efni. Ef eitt óskilgreint verkefni frelsisins er að geta
verið annað en maður nú er, að geta gert annað en maður nú gerir, að geta
hugsað annað en maður nú hugsar, þá er fyrsta skrefið að átta sig á því kerfi
valds og þekkingar sem reynir að segja manni hvað maður sé, hvað maður
geti gert og hvað megi hugsa. Það er á þennan hátt sem vísindagagnrýni hef-
ur frelsið að markmiði og það er í þessu samhengi stjórnmála sannleikans
sem vísindagagniýni er möguleg, án þess að hún sé neydd til að taka almenna
afstöðu með eða á móti vísindum, tækni og framförum.
Vísindaheimspekingar í engilsaxneskri rökgreiningarhefð eru í auknum
42 Sami bls. 131-2.
i