Hugur - 01.01.2004, Side 219
Meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki
217
heimspekina vaxa upp úr þeim heimóttarskap heimspekinga beggja vegna
Atlantshafsins sem birtist í því að telja sig annað hvort til analýtíska skólans
eða meginlandshefðarinnar. Það er fengur að bók Critchleys um þessi mál
því það er sannarlega mikið í húfi. Rökgreiningarheimspekin hefur skapað
sér yfirburðastöðu innan heimspekideilda háskóla vestanhafs og megin-
landsheimspeki hefur víða hrakist inn í menningar- og bókmenntafræði-
deildir og trúarbragðafræði. Á hinn bóginn er rökgreiningarheimspekin á
góðri leið með að verðleggja sig út af markaðnum ef svo má að orði komast.
Hin sérhæfðu tök hennar á viðfangsefnum sínum gera hana iðulega óað-
gengilega öðrum en innvígðum. Sýnu alvarlegra er þó að hún hefur eftirlát-
ið meginlandsheimspekinni margar hinna klassísku spurninga, svo sem um
tilgang og merkingu mannlegrar tilveru. Samskiptaleysi eða jafnvel kalt stríð
sem hefur á köflum geisað milli beggja heimspekihefða hefur enn fremur
dregið fram það versta í þeim báðum. Samkvæmt þröngsýnu viðhorfi meg-
inlandsheimspekinga fást rökgreiningarheimspekingar einkum við léttvæg
verkefni en á agaðan hátt og með vísindalega nákvæmni að leiðarljósi. Til-
tölulega nýleg lýsing á analýtískri heimspeki í The Oxford Companion to PhT
losophy er ekki til þess fallin að milda þetta viðhorf, en þar segir að analýtísk
heimspeki bæði „virði raunvísindi sem fyrirmyndina að því hvað megi vita
með nokkurri vissu og lagi sig að raunvísindalegri ögun í rökfærslu, skýrleika
og ásetningi um hlutlægni."1 Svona sjálfslýsingar analýtískra heimspekinga
virka bláeygar í ljósi mikiUar gagnrýninnar umræðu á undanförnum árum
innan vísindaheimspeki, vísindasagnfræði og vísindafélagsfræði um meinta
hlutlægni og samfélagslega og menningarlega mótun vísinda. Frá sjónarhóli
rökgreiningarheimspekinnar virðist hins vegar meginlandsheimspekin taka á
áleitnum spurningum mannlegs lífs, en skorta nákvæmni í greiningu þeirra.
I greininni um meginlandsheimspeki í Oxford Companion to Philosophy er
reyndar ekki að sjá að þessi hefð heimspekinnar eigi sér yfirhöfúð tilverurétt.
Greinarhöfúndur er uppfúllur af fordómum og fúllyrðir m.a. að meginlands-
heimspekingar reiði sig á „dramatískar, jafnvel melódramatískar staðhæfing-
ar fremur en rök.“2 Enn fremur er farið afar neikvæðum orðum um hina krít-
ísku heimspeki af hefð Frankfurtarskólans og fúllyrt að „augljós pólitískur
ásetningur þessara gagnrýnu fræðimannanna hafi ekki getað vakið áhuga
rökgreiningarheimspekinga sem helga sig hlutleysi.“3 Sá sem ritar greinina
virðist hins vegar ekki gera sér grein fyrir sinni eigin pólitísku hlutdrægni
þegar hann ásakar Noam Chomsky, sem hann segir ástunda málspeki af hefð
meginlandsheimspeki, fyrir að blanda saman fræðum og „róttækum öfgum í
siðferði og stjórnmálum.“4
Fyrir utan vanþekkingu á neikvæð afstaða sem þessi rætur að rekja til til-
hneigingar sem hefúr gætt meðal sumra talsmanna meginlandsheimspeki til
1 „Analytic philosophy“, í Ted Honderich (ritstj.), The Oxford Companion to Philosophy, (Oxford: Ox-
ford University Press), 1995, 30.
2 „Continental philosophy“, sama rit, 161.
Sama rit, 163.
Sama rit, 163.
4