Hugur - 01.01.2004, Page 221
Meginlandsheimspeki og rökgreiningarheimspeki
219
vísindi og þekkingu sem er aflað með vísindalegum aðferðum að jöfnu segir
nefnilega skilið við þá gagnrýnu hugsun sem er arfleifð kantískrar heimspeki.
Hin gagnrýna hugsun byggi á hugmynd um frelsi mannsins og sjálfræði.
Gagniýnin heimspeki leitist við að afhjúpa þau öfl sem takmarki frelsi
mannsins (svo sem hinn svokaUaða „vísindalega sósíalisma" eða öfgakennda
tæknihyggju svo aðeins tvö dæmi séu nefnd), og bendi á leiðir til að efla það
í krafti frelsandi þekkingar.
Critchley heldur því fram að undirstöðu gagnrýninnar heimspeki af þessu
tagi sé að finna í þriðja gagnrýnisriti Kants, Gagnrýni dómgreindarinnar.
Samkvæmt Kant hafi dómgreindin það hlutverk að miðla milli skilnings
okkar (sem sé viðfangsefni þekkingarfræðinnar sem fjalli um þekkingu á
náttúrunni) og skynseminnar (sem siðfræði fáist við og fjalli um frelsi
mannsins). Dómgreindin miðli þannig á milli hreinnar þekkingar (teoríu) og
hagnýtrar skynsemi (praxís) mannsins. Critchley kemst að þeirri niðurstöðu
að meginlandsheimspekin hafi í þessum anda allt frá dögum Kants reynt að
samhæfa það að átta sig á heiminum og ná áttum í honum. Þannig hafi hún
ævinlega leitast við að sameina fræði og athafnir, sögu, samtíma og frelsi.
Þessi túlkun sýnir að það sem heillar hvað mest við meginlandsheimspeki er
einmitt að hún hefur oftast nærst á meðvitund um samfélagslega og hugar-
farslega kreppu sem þarf að bregðast við, hvort sem það er tómhyggja eftir
„dauða guðs“ á 19. öld eða rökvæðing veruleikans og sú firring og tómhyggja
sem hún getur af sér á 20. öld. Slík heimspeki reynir því að svara ákalli um
frelsun undan þrúgandi aðstæðum og viðhorfum. Þannig bætir hún upp tak-
markanir heimspeki í anda vísindahyggju. Því þrátt fyrir öll þau þægindi sem
tæknin hefur búið nútímamanninum í okkar heimshluta hafa spurningar um
merkingu mannlegs lífs, frelsi og ófrelsi ef eitthvað er orðið enn áleitnari við
aðstæður efnahagslegrar velmegunar. Innan meginlandsheimspeki er þannig
að dómi Critchleys iðulega leitast við að spyrða saman spurningar um þekk-
ingu og visku, um heimspekilegan sannleika og tilvistarlega merkingu. Hún
virðist þannig komast nær kjarna mannlegs lífs, vanda þess að vera maður í
von og ótta, í menningarlegu og samfélagslegu tilliti. Þar með er ekki endi-
lega sagt að rökgreiningarheimspeki láti sig þessar spurningar engu varða. I
síðari verkum austurríska heimspekingsins Ludwigs Wittgenstein, eins
helsta áhrifavaldar þessarar heimspekihefðar, kallar leit að heimspekilegum
sannleika á tiltekna lífsafstöðu. Hinu er samt ekki að neita að innan rök-
greiningarheimspeki hefur lengst af verið litið svo á að krufning slíkra
vandamála sé utan verksviðs rökgreiningar og málspeki. Meginmarkmið
Critchleys í þessari bók er einmitt að benda á að öllu skiptir að heimspekin
reyni að brúa bilið milli þekkingar og visku. Hann segir heimspekina vera
færa um að velta upp þeim spurningum heimspekilegs eðlis sem spretti upp
í mannlegri tilveru og „hrein“ vísindaleg hugsun fái ekki hent reiður á.
Spurningin sé ekki hvor hefðin sé betur fær um að leysa þetta verkefni. Til
samans vísi þær báðar til stærri sannleika að mati Critchleys. Hann sé sá að
við mennirnir séum hvort tveggja uppteknir af spurningum um þekkingu og
um visku. Þess vegna þurfi bæði gleraugu rökgreiningar- og meginlands-