Hugur - 01.01.2004, Side 227
Hugur | 15. ÁR, 2003 | s. 225-239
Björn Þorsteinsson
Villingurinn og lýðræðið
Um Voyous eftir Jacques Derrida
I
Þegar höfund þann ber á góma sem þekktur er undir nafninu Jacques Derr-
ida1 vakna gjarnan deilur. Svo rammt kveður að þessu að á stundum þykir
manni sýnt að allt sem téðan höfund snerti sé umdeilanlegt, nema ef vera
skyldi sú einbera staðreynd að hann sé sannarlega umdeildur. Meðal annars má
segja að deilurnar snúist um nokkuð sem margir vildu eflaust líta á sem grund-
vallaratriði: hvað er hann eiginlega, þessi Jacques Derrida? Að því gefnu að
kalla megi hann „höfund" (eins og hér hefur þegar verið gert) - með þeim allt
að því óhrekjanlegu rökum að hann er einkum þekktur fyrir að skrifa bækur,
greinar, ræður, fyrirlestra: texta - hvers konar höfundur er hann þá? Að mörgu
leyti virðist nærtækast að kenna hann við heimspekina, með því að bróðurpart-
urinn af skrifum hans snertir heimspekileg hugðarefni með einum eða öðrum
hætti - en jafnframt verður ekki hjá því litið að hann hefur þar að auki látið frá
sér fara fjöldann allan af textum sem sveija sig fremur í ætt við bókmennta-
fræði, samfélagsiýni, hstfræði eða jafnvel hreinan skáldskap. Náin tengsl hans
við heimspekina - að viðbættri þeirri staðreynd að við erum hér stödd milli
spjaldanna á „tímariti um heimspeki" - valda því þó að réttast virðist að setja
vandann fram sem eftirfarandi afarkosti: er hann heimspekingur eða ekki?
Svörum hreint út: bæði/og og hvorki/né. Hann er bæði heimspekingur og
ekki-heimspekingur; hann er hvorki heimspekingur né ekki-heimspekingur.
Þetta verður að skýra lið fyrir lið.
1) Hann er heimspekingur í þeim skilningi að hann hefur, eins og textar
hans bera glöggt vitni um, nær botnlausan áhuga á heimspekilegum hugtök-
um, aðferðum, rökfærslum, hugðarefnum og kenningum; og raunar lætur
1 Hér liggur strax fiskur undir steini. Umræddur höfundur er vissulega þekktastur undir nafninu
Jacques Derrida" - en „skírnarnafn“ hans, hið raunverulega nafn hans, nafnið sem foreldrar hans gáfu
honum - hið dulda nafn hans sem hann skirrtist við, töluvert fram yfir fimmtugt, að láta uppi við op-
inber tækifæri, það er Jackie. Sjá til dæmis „Une ‘folie’ doit veiller sur la pensée", viðtal við Fran^ois
Ewald, Magazine littéraire 286 (mars 1991), s. 20.