Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 228
22Ó
Björn Þorsteinsson
hann ekki þar við sitja heldur mótar hann jafnframt slík hugtök, iðkar aðferð-
ir og rökfærslur að hætti heimspekinnar, tekst á við hefðbundin heimspeki-
leg hugðarefni og reynir sigvið kenningasmíð.
2) Hann er ekki-heimspekingur með því að meðferð hans á heimspekinni
og notkun hans á aðferðum hennar miðar nær undartekningarlaust að því að
staðsetja það sem kalla mætti blinda bletti hennar, þær forsendur sem hún
hlýtur ætíð að gefa sér án þess að geta nokkurn tímann gert þessar sömu for-
sendur að viðfangsefni sínu. Með öðrum orðum er markmið Derrida fyrst og
fremst að vekja athygli á þeim „hugtökum", „einingum", „fyrirbærum“ eða
„hlutum" sem ætíð hljóta að standa utan seilingar heimspekinnar - og eru
því fulltrúar „hins óheimspekilega" - en eru þó forsendur heimspekinnar af
þeim sökum að án þeirra gæti engin heimspekileg hugsun kviknað og átt sér
stað. Þar af leiðir að téð „hugtök“ eru einmitt ekki „hugtök“, og heldur ekki
„einingar“, „fyrirbæri" eða „hlutir“. Hvers vegna ekki? Vegna þess að sh'k heiti
eru að endingu ekld annað en dæmi um nöfn á þeim sömu viðföngum heim-
spekinnar sem „hugtökum“ („einingum", „fyrirbærum“, ,,hlutum“) Derrida er
ætlað að ganga sífeUt út yfir og sleppa undan. Vandræðagangur okkar - og
Derrida sjálfs - við að nefna þessar hálf-forskilvitlegu forsendur heimspek-
innar er því engin tilviljun: það sem ædunin er að hafa orð á er, eigum við að
segja eðli málsins samkvæmt, handan vébanda hinnar heimspekilegu orðræðu.
3) Hann er hvorki heimspekingur né ekki-heimspekingur í ljósi þess að
staðsetning hans er í eilífri endurskoðun; hún er óljós, svo ekki sé meira sagt;
hún er á hverfanda hveh. Hann er aUs staðar og hvergi. Stundum er hann
áreiðanlega heimspekingur, stundum ekki; stundum viU hann láta kenna sig
við heimspekina, stundum ekki.2 Hvernig eigum við þá að svara spurning-
unni? Og hvenær? Hér og nú - eða eftir fimm ár? Að honum látnum, og þá
í eitt skipti fyrir öU? Til að geta svarað þessari spurningu, þurfum við þá ekki
fyrst að hafa í höndunum endanlega - eUífa, algUda - skilgreiningu á því, hvað
sé heimspeki og hvað ekki? Og þar að auki endanlegan, eilífan, algildan skiln-
ing á því, hvað Derrida hafi í rauninni verið að segja í öUum sínum ritum,
lestrum og textum? Hvenær rennur upp sú stund? Hvenær verðum við þess
umkomin að loka bókunum og líta (hugsandi) út um gluggann í þeirri fuU-
vissu að nú loksins, nú fyrst sé allt faUið í ljúfa löð og hin skynsamlega niður-
staða sé loksins fundin? Á því verður, líkast tU, einhver bið. En á meðan við
bíðum vaknar spurningin að nýju, að minnsta kosti meðal þeirra sem nenna
að elta sUkar ólar: hver er hann, þessi Jacques Derrida? Verður komist að
skynsamlegri niðurstöðu um það? Eða er það kannski fyrirfram - það er að
segja rökfræðilega - útUokað, einfaldlega vegna þess að sá sem um er spurt
rúmast engan veginn innan marka hinnar skynsamlegu orðræðu eða er jafn-
vel ekki skynseminnar verðugur?
2 Látum tvö dæmi nægja um þessa tvíræðu afstöðu til heimspekinnar. í frægri ritdeilu sinni við John
Searle talar Derrida á einum stað um „sanna ástM sína á heimspekinni (Limited Inc., París, Galilée
1990, s. 221-222). Á hinn bóginn vísar hann því á bug, í víðlesnu viðtali við Richard Kearney, að
gegna nafnbótinni „heimspekingur" („Deconstruction and the other", í Richard Kearney, Dialogues
with Contemporary continental thinkers: The phenomenological heritage, Manchester, Manchester Un-
iversity Press 1984, s. 108).