Hugur - 01.01.2004, Síða 229
Villingurinn og lýðrœðið
227
11
Hvort sem Jacques Derrida er heimspekingur eður ei, eða hvers kyns höfund-
ur við getum komið okkur saman um að hann sé, getur þó engum blandast
hugur um að hann er að minnsta kosti mikilvirkur höfiindur. Ef við ein-
skorðum okkur við útgefnar bækur hans frá upphafi ferilsins árið 1962 (þeg-
ar hann sendi frá sér langan inngang að eigin þýðingu á textabrotinu „Um
uppruna rúmfræðinnar" eftir Husserl3) þá fáum við út um það bil 80 titla, en
þar við bætast fjölmargar greinar og viðtöl. Um það bil tveir þriðju hlutar
þessara 80 bóka hafa komið út á síðustu 15 árum, þannig að um það er eng-
um blöðum að fletta að framleiðsluhraðinn hefur aukist jafnt og þétt. Nú er
svo komið að Derrida sendir frá sér allt að sex bækur á ári.4 Ein nýjasta bók
hans - það er að segja, nánar tiltekið, ein þeirra bóka sem komið hafa úr
smiðju hans ápessu ári, 20035 — ber titilinn Voyous: Deux essais sur la raison.
Eins og undirtitillinn gefur til kynna („Tvær ritgerðir um skynsemina“)
heyrir bók þessi ekki fortakslaust til þeirra rita höfundarins þar sem hann
beinir sjónum sínum að jaðarhugtökum heimspekinnar eða að þeim sviðum
mannsandans sem heimspekin hefur að jafnaði talið utan sinna vébanda (hér
er einkum átt við listir: arkitektúr, málaralist, skúlptúr o.s.frv.). Oðru nær: í
þessari nýju bók tekst Derrida á við ýmis mikilvæg heimspekileg leiðarstef,
og þá einkum hugtök og álitamál af sviði þeirrar greinar heimspekinnar sem
lætur sig stjórnmál og þjóðfélagsmál varða - að ógleymdri sjálfri skynsem-
inni sem án efa má með nokkrum rétti kalla lykilhugmynd heimspekisögunn-
ar allt frá dögum Sókratesar eða jafnvel Herakleitosar. Ymsir tækju því ef-
laust svo til orða að hér sé ekki von á góðu úr því að hinn óþægi ljár í þúfu
heimspekinnar hafi í þessari nýju bók sinni valið sér sjálfa meginhugsjón
heimspekinnar, og að mörgu leyti hennar helgasta vé, að viðfangsefni — svo
ekki sé nú talað um fórnarlamb.
Þeir sem ná svo langt að opna bókina og blaða í henni komast óðar að raun
um að hún geymir tvo (mis)langa fyrirlestra auk stutts inngangs. Fyrri lest-
urinn nefnist „Skynsemi [eða rök] hins sterka" („La raison du plus fort“) en
sá síðari ber titilinn ,,‘Heimur’ upplýsingarinnar í vændum“ („Le ‘Monde’ des
Lumiéres á venir“). Rétt er að vekja athygli á því að titill fyrri lestrarins vís-
ar til þeirrar velþekktu hugmyndar (eða reglu) sem á íslensku má kenna við
„mátt hins sterka“,6 en þó með þeim sérstæða hætti að í stað máttar er talað
um skynsemi eða rök (eða jafnvel ástœðu, tilefni): raison. Strax í upphafi bók-
arinnar kemur í ljós að orðalagið sem hér er á ferð er vel þekkt í franskri mál-
vitund og er þá jafnan kennt við þann mikla dæmisagnahöfimd La Fontaine:
3 Jacques Derrida, „Introduction", í Edmund Husserl, L’origine de la ge'ome'trie, þýð. Jacques Derrida,
París, Presses Universitaires de France 1962, s. 3-171.
4 Til dæmis árið 2001: At/an; De quoi demain\ Dire l'événement, est-cepossible?\ Foi et savoir, Luniver-
sité sans condition\ Papier machine.
5 Þar að auki hafa komið út eftirtaldar bækur árið 2003: Béliers’, Chaque fois unique, la fin du monde,
Genéses, généalogies, genres et le génie.
6 Hugmynd þessi kemur til dæmis fram hjá gríska sagnaritaranum Þúkýdídesi. Sjá Þúkýdídes, „Mel-
eyjarþáttur: Ur sögu Pelopseyjarstyrjaldar, 5. bók, 84.-116. kap.“, Friðrik Þórðarson þýddi, Tímarit