Hugur - 01.01.2004, Síða 232
230
Björn Þorsteinsson
flokki og hin títtnefndu „öxulveldi hins illa“ en þó með þeim formerkjum að
mengi fyrrnefndu ríkjanna er stærra, en jafnframt ekki jafn skýrt skilgreint og
mengi hinna síðarnefndu. Líklega mætti segja að til „öxulvelda hins illa“ heyri
á hverjum tíma þau ríki úr hópi hinna „óþægu“ sem þurfa gjörgœslu við.
Ekki verður séð að myndast hafi hefð, innan hins íslenska málsamfélags,
um það hvernig þýða eigi umrætt hugtak Bandaríkjastjórnar.15 Hið viður-
kennda kennivald í slíkum efnum, Ensk-tslensk orðabók Arnar og Orlygs,16
lætur okkur í té alllanga skrá yfir mögulegar merkingar orðsins „rogue“:17
umrenningur; þrjótur, svikahrappur; ótukt, óþekktarormur, hrekkjalómur,
prakkari; dýr sem hefur orðið viðskila við hjörðina og lifir á tækifærisránum,
dýrbítur; (í líffræði) afbrigðilegur einstaklingur, einkum planta. Þar að auki
má nefna að orðið „rogue elephanf vísar ekki aðeins til fíla heldur getur það
einnig átt við mann „sem er utanveltu og fer sínar eigin leiðir". Og að lokum
verður að geta þess að hugtakið „rogues'gallery1 vísar samkvæmt orðabókinni
til „myndasafns lögreglunnar af kunnum glæpamönnum". I því sambandi
vísar orðið „rogues' því til hinna valinkunnu „góðkunningja lögreglunnar".
En koma þessar vangaveltur um merkingu enska orðsins að nokkrum not-
um þegar ætlunin er að finna þýðingu á franska orðinu „voyous“ sem, þrátt fyr-
ir allar skírskotanir til bandarískrar utanríkisstefnu, er þó jrumtitill bókarinn-
ar sem hér er til umfjöllunar? Svo vill til að Derrida lætur ekki hjá líða, í sjálfri
bókinni, að ráðast í nákvæma greiningu á hugsanlegum merkingum orðsins
fyrr og nú. Við getum ekki leyft okkur að fara í saumana á þeirri kennslustund
í franskri orðsifja- og merkingarfræði hér.18 Styttum okkur leið og lítum í
Fransk-ís/enska orðabók Arnar og Örlygs:19 þá kemur úr kafinu að „voyou get-
ur þýtt „götustrákur, prakkari, óþekktarormur, vandræðaunglingur; þorpari,
þrjótur, óþokki". Tökum eftir því að fyrstu fjögur orðin vísa öll með meira eða
minna opinberum hætti til barna og unglinga, en síðari orðin þrjú eiga frem-
ur við fullvaxna einstaklinga, eða öllu heldur þá sem borið geta (fiilla) ábyrgð
á gerðum sínum. Þessi greining starfsmanna Arnar og Örlygs kemur allvel
heim og saman við þær skírskotanir sem Derrida virðist sjá fyrir sér þegar
hann veltir orðinu fyrir sér. Satt að segja má glöggt merkja á meðhöndlun
Derrida á hugtakinu að hann er ekki allsendis laus við að þykja vænt um það
á vissan hátt. Til dæmis segir hann frá því að amma hans átti það til að kalla
hann þessu nafni - voyou: prakkarinn þinn, grallarinn þinn - í góðsemi sem
tók á sig uppgerðar-kvörtunartón.20 Þess má einnig geta í framhjáhlaupi að í
15 I framhjáhlaupi mætti eflaust velta upp þeirri spurningu hvort þessa staðreynd - að ekki hefiir skap-
ast íslensk hefð um það hvernig þýða eigi hugtakið rogue states - megi telja talandi dœmi um ástand
umræðu um alþjóðamál á Islandi. Til samanburðar má nefna — og þá ekki síst vegna þess að þar er
um að ræða þjóð úr hópi þeirra „sem við berum okkur að jafnaði saman við“ — að ekki þarf að fylgj-
ast ýkja lengi með opinberri umræðu í Danmörku til að komast að raun um að frændur vorir eiga (við-
tekið) orð yfir það sem hér er um að ræða: yjlyngelstaf.
16 Sören Sörenson', Ensk-íslensk ordabók með alfrœðilegu ívafi} Reykjavík, Örn og Örlygur 1984.
17 Derrida veltir fyrir sér merkingu umrædds orðs í Voyous, s. 134-135.
18 Sjá sama rit, s. 41-43; 95-103.
19 Þór Stefánsson (ritstj.), Frönsk-íslensk orðabók} Reykjavík, Örn og Örlygur/Dictionnaires le Robert
1995.
Sjá Derrida, Voyous} s. 115.
20