Hugur - 01.01.2004, Page 234
232
Björn Þorsteinsson
leysi (inconditionnalité), sjálfræði (eða fullveldi, souveraineté) og sjálfsofnæmi
{auto-immunité).26 Niðurstaða umræðunnar er meðal annars sú að Derrida
dregur óvænt tengsl milli hinnar svokölluðu afbyggingar (déconstruction)
annars vegar og skynseminnar hins vegar.
Þetta yfirborðskennda yfirlit krefst vitaskuld nánari skýringa. Raunin verð-
ur þó varla sú að okkur takist, í þessum greinarstúf, að fara nægilega í saumana
á öllum ofantöldum atriðum. Eins og endranær knýr hin ytri nauðsyn á um að
valið sé og hafnað.27 Meðal þeirra hugtaka sem nefnd voru er sjálfsagt eitt sem
vekur sérstaka athygli eða stingur jafnvel í augu: nefnilega orðið „sjálfsofnæmi".
Hvaðan kemur það nú eiginlega? Derrida vekur máls á því hvernig heim-
spekingar hafi öldum saman, allt frá dögum Platons, gagnrýnt lýðræðið á þeirri
forsendu að það eigi það til, eða hljóti jafnvel nauðsynlega, að umhverfast yfir
í verstu harðstjórn.28 Hugmynd Derrida er sú að þessum viðsnúningi megi
líkja við það líkamlega ferli þegar tiltekinn hópur af frumum, eða ónæmis-
kerfið sjálft, tekur að starfa gegn eðlilegri starfsemi h'kamans. Nærtækasta
dæmið um slíkan undiróður er eflaust krabbamein, en hið almenna heiti um
ferli af þessu tagi er sjálfsofnæmi (eða sjálfsnæmi). I lýðræðinu býr semsé, sam-
kvæmt Derrida, ætíð sú hætta að það ali með sér einingar, hópa, hugmynd-
astefnur - „krabbamein í lýðræðinu“ - sem taki að starfa gegn því sjálfu og
leggi það að velli ef ekkert er að gert. En aðgerðir þær sem glíman við sjálfsof-
næmið kallar á reynast ósjaldan tvíbentar; þegar að er gáð fela þær gjarnan í sér
skerðingu á lýðræðinu og þar með aðgerðir sem sjálfar em af meiði sjálfsof-
næmisins. Sem dæmi um úlfakreppur af þessum toga tekur Derrida þá atburði
sem hlutust af fyrirhuguðum þingkosningum í Alsír árið 1992: þegar dró að
kosningadeginum og sýnt þótti að flokkur öfgafullra múslima, sem hugðust af-
nema lýðræðið og koma á klerkaveldi, hlyti hreinan meirihluta, var kosning-
unum einfaldlega aflýst og herlög sett á - eða, með öðrum orðum, til að koma
í veg fyrir að lýðræðið væri afnumið var lýðræðið afnumið.29 Derrida dregur
hliðstæðu milli þessara atburða og þess ástands sem skapaðist eftir fyrri um-
ferð forsetakosninganna í Frakklandi árið 2002 þegar hægriöfgamaðurinn Le
Pen náði öllum að óvömm öðru sætinu og hlaut því þann heiður að etja kappi
við Chirac forseta í seinni umferð kosninganna; við þessar aðstæður skapaðist
djúpur ótti við að „ólýðræðislegur" stjórnmálamaður næði völdum. Sígildasta
og jafnframt hörmulegasta dæmið um slíkt er auðvitað valdataka Hitlers í
Þýskalandi árið 1933: því má ekki gleyma að sá „mikli“ glæpamaður komst
einmitt til valda með lýðrœðislegum aðferðum.30 En nýjasta dæmið sem Derr-
26 Þqú síðastnefndu hugtökin hafa verið að mótast á síðustu 5-10 árum eða svo; sjá einkum bækurnar
Foi etsavoir, París, Seuil 2000 og L'université sans condition, París, Galilée 2001.
27 Og ekkert getur leyst lesandann undan þeirri skyldu, sem í raun er þó engan veginn bindandi og reyn-
ist því ekki vera annað en möguleiki, að kynna sér heildina upp á eigin spýtur - lesa textann - og dæma
síðan sjálfur. I Voyous fer Derrida ófögrum orðum um þá sem telja sig þess umkomna að dæma að óat-
huguðu máli - án þess að „vinna heimavinnuna sína“. Sjá Derrida, Voyous, s. 204-205 (nmgr.).
28 Sbr. sama rit, s. 66,128. Platon er ekkert að skafa utan af því: Jæja, kæri vinur, með hvaða hætti verð-
ur harðstjórnin til? Það er nokkuð ljóst að hún er afsprengi lýðræðisins" (Platon, Ríkið, seinna bindi,
s. 259 (562A)).
29 Sjá Derrida, Voyous, s. 53-55.
30 í greiningu Walters Benjamin á valdinu leikur hugtakið um „hinn ‘mikla’ glæpamann" (þý. der„grojie"