Hugur - 01.01.2004, Qupperneq 235
Villingurinn og lýðrœðið
233
ida nefnir er þó sú háskalega atburðarás sem atburðirnir í Bandaríkjunum 11.
september 2001 hrundu af stað og ekki sér fyrir endann á þegar þetta er ritað,
rúmlega tveimur árum síðar. Ahrifa sjálfsofnæmisins gætir til dæmis með aug-
ljósum hætti í þeirri skerðingu borgararéttinda sem bandarísk stjórnvöld hafa
lagt á þegna sína eftir að „stríðið gegn hryðjuverkum“ hófst.31
Niðurstaðan virðist því vera sú að sjálfsofnæmið sé lýðræðinu í blóð borið;
það verði aldrei kveðið niður fyrir fullt og allt. Hvernig á að bregðast við vit-
undinni um þennan háska sem býr í lýðræðinu? Hver er rót hans? Derrida
tengir hugmyndina um sjálfsofnæmið við ákveðna mótsögn sem hann telur
einnig óumflýjanlegan hluta lýðræðisins: það er að segja togstreituna milli
sjálfræðis og skilyrðisleysis. Sjálfræðishugtakið vísar í þessu sambandi ein-
faldlega til þess valds sem tiltekið (það er að segja skýrt afmarkað) lýðræðis-
legt réttarríki hlýtur ætíð að búa yfir og beita þegar þurfa þykir;32 en skilyrð-
isleysishugtakið vísar á hinn bóginn til þeirrar hugsjónar um frjálsa, opinbera
umræðu sem er ein helsta forsenda lýðræðislegra ákvarðana og á þar með rík-
an þátt í að leggja grundvöll að lýðræðisþjóðfélaginu almennt talað. I eðli
sínu er þessi skilyrðislausa umræða óendanleg, en við raunverulegar aðstæð-
ur reynist auðvitað nauðsynlegt að binda fyrr eða síðar, og sí og æ, enda á
bollaleggingarnar og taka ákvarðanir og grípa til aðgerða; þar kemur sjálf-
ræðið til skjalanna.33 Þannig vinna skilyrðisleysið og sjálfræðið saman að því
að viðhalda hinu viðkvæma jafnvægi lýðræðisins. Við eðlilegar aðstæður
starfar skilyrðisleysið í þágu lýðsins, en sjálfræðið er tæki valdsins (ræðisins)
til að tryggja viðgang þjóðfélagsins undir merkjum lýðræðislegra ákvarðana.
En jafnframt er ljóst að við þessar aðstæður getur sjálfsofnæmið ætíð búið
um sig og raskað jafnvæginu eins og dæmið frá Alsír sýnir svo glöggt. Ogn-
in við lýðræðið býr í sjálfum kjarna þess; í því búa drögin að eigin sjálfs-
morði.34 Þar með er ljóst að gagnrýni Platons (og arftaka hans) má heita í
fullu gildi. Lýðræðið hefur óumflýjanlega tilhneigingu til að snúast gegn
sjálfu sér, mynda ónæmi gegn þeim viðkvæmu ferlum sem halda í því lífinu
og snúast þannig upp í harðstjórn - það stjórnarfar þar sem sjálfræðið er í
höndum eins manns eða fámennrar klíku og skilyrðisleysið er í mesta lagi til
staðar sem innantómt, formlegt hugtak.
Verbrecher) eftirminnilegt hlutverk (sjá Benjamin, „Zur Kritik der Gewalt"). Derrida vísar til þessa
hugtaks í VoyouSy s. 101.
31 Sjá Derrida, Voyous, s. 64-65.
32 Derrida leggur ríka áherslu á þá innilokun eða afmörkun, innan vébanda tiltekins sjálfs eða hins sama,
sem felst í sjálfræðishugtakinu, hvort heldur það er haft um einstakling, ríki eða eitthvað annað. Sjálf-
ræðið er nátengt hugtakinu um sjálf-semd (identité) og vísar eðli málsins samkvæmt til afmarkaðrar
heildar (til dæmis þjóðar) sem hverfist um sjálfa sig og myndar því eins konar lokaðan hring eða kúlu
(sjá VoyouSy s. 33). Þjóðarheildin tekur þá á sig mynd samfélags (communauté) sem Derrida leggur að
jöfnu við sameiginlegt sjálfsofnæmi (auto-co-immunité) gagnvart hverju því sem kemur að utan (sjá s.
59; sbr. einnig Derrida, Foi et savoir, s. 79). I framhaldi af þessari greiningu má geta þess að flokkur
öfgahægrimanna í Danmörku, Danski þjóðarflokkurinn, sem berst fyrir því að útiloka múslima (eða
jafnvel útlendinga almennt) frá dönsku samfélagi, kaus sér listabókstafinn O og merki flokksins er
lokaður hringur sem tveir ílangir danskir fánar mynda.
33 Sjá Derrida, Voyous, s. 29.
34 Sbr. sama rit, s. 57. Með öðrum orðum stendur sjálfsofnæmið í nánum tengslum við hugtak sálgrein-
ingarinnar um dauðahvöt (s. 215).