Hugur - 01.01.2004, Síða 239
Villingurinn og lýörædid
237
„áþreifanlegt og þetta ákall. Hið ó-mögulega er þannig augljóslega nátengt
skilyrðisleysinu; bæði þessi hugtök lýsa hinu brýna erindi lýðræðisins í vænd-
um. Lýðræðið er ekki til staðar í nútímanum, það er ekki nærverandi eða nú-
verandi í fullkominni mynd, né heldur býr það að eilífu úti við sjóndeildar-
hringinn. „Orðalagið ‘lýðræði í vændum’ táknar [...], eða kallar á, endalausa
pólitíska gagniýni og baráttu" sem beinist „gegn óvinum lýðræðisins", það er
að segja „gegn hvers kyns barnaskap, hvers kyns pólitískri misnotkun og
hvers kyns málskrúði“ sem heldur því fram að lýðræðið sé sannarlega til stað-
ar í tilteknum lýðræðisríkjum samtímans þegar raunin er öllu heidur sú að
umrædd ríki, eins og öll önnur, „standast ekki lýðræðiskröfuna“.48
VIII
Og villingarnir? Hvað varð um viUingana sem við erum — að eltast við? Eða
hin svonefndu villingaríki? Hvað er villingaríki eiginlega? Derrida vísar til
velþekktra hugmynda Noams Chomsky um efnið: „fremstu og ofbeldis-
fyllstu“ villingaríkin eru þau ríki „sem virða alþjóðalög að vettugi og brjóta
sífellt gegn þeim“, enda er afstaða umræddra ríkja gagnvart téðum lögum á
þá leið að þau „telja sig yfir þau hafin og þess umkomin að tala í nafni þeirra
og fara í stríð í nafni þeirra“.49 Stríð gegn hverjum? Auðvitað gegn þeim ríkj-
um sem umræddum „fremstu“ villingaríkjum þóknast að saka um að vera
villingaríki! Niðurstaða Chomskys gefur auga leið: meðal villingaríkja
heimsins í dag má finna eitt og aðeins eitt sem óumdeilanlega er þeirra mest
(og verst): Bandaríkin.50
Þar að auki — í senn þvert áþetta ogþessu til staðfestingar — vitnar Derrida til
orða bandaríska alþjóðasérfræðingsins og ráðgjafans Roberts S. Litwak:
rogue state is whoever the United States says it w“.51 Sé þessi skilgreining tekin
bókstaflega, þá eru Bandaríkin væntanlega ekki í hópi villingaríkjanna. En
jafnframt felur skilgreiningin í sér algjörlega ódulda og skammlausa skírskot-
un til lögmálsins um mátt hins sterka; og raunin er sú að Bandaríkjastjórn hef-
ur á síðasta áratug gert þetta sama lögmál, í misjafnlega augljósri mynd, að op-
inberri stefnu sinni.52 Villingaríki em þau ríki sem sterkasta ríkinu þóknast að
nefna svo; eða, með öðmm orðum, sá sterki áskilur sér rétt til að ráðast á hvaða
ríki sem honum þóknast, hvenær sem er, án tillits til alþjóðalaga og alþjóða-
stofnana. Mátturinn ræður og rétturinn er ofurseldur honum; sjálfræðið
drottnar og skilyrðisleysið hefur holan hljóm. Með öðmm orðum er illa kom-
ið fyrir lýðræðinu í samskipmm ríkja; þörjin fyrir lýðræðið ríkja á milli er van-
48 Sama rit, s. 126.
49 Sama rit, s. 138.
50 Sjá sama rit, s. 138,145, 214-215. Um þetta vísar Derrida (á s. 138) í rit Chomskys Rogue States: The
Rule of Force in World Ajfairs, Cambridge, South End Press 2000.
51 Sjá Derrida, Voyous, s. 138-139. Derrida vísar um „slagorð" þetta (þó án þess að tiltaka síðutal) í bók
Litwaks, Rogue States and U.S. Foreign Policy, Baltimore, Wilson Center Press og Johns Hopkins Un-
iversity Press, 2000.
52 Derrida rekur nokkur dæmi um þetta í Voyous, s. 139-140,147-151.