Hugur - 01.01.2004, Page 245
Ritfregnir
Göran Bexell og Carl-Henrik Grenholm: Siðfrœði af sjónarhóli guðfrœði og
heimspeki
Þýðandi Aðalsteinn Davíðsson, Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun Há-
skóla íslands 2001. 446 bls.
I þessari bók er fjallað bæði um heimspekilega siðfræði en einnig raunhæf siðfræði-
leg vandamál sem koma upp í almennri umræðu í samfélaginu. Til að mynda sið-
fræði í opinberu lífi, samh'fs- og fjölskyldusiðfræði, siðfræði líívísinda og lækninga,
umhverfismál og málefni réttlætis og friðar á alþjóðlegum vettvangi.
Þorvarður Hjálmarsson: Sjávarsólin og kuldinn í kirkjunni
Hið íslenska bókmenntafélag 2002. 112 bls.
Hér er fléttað saman heimspekilegri og bókmenntalegri hugleiðingu um tilvistar-
heimspeki Alberts Camus. Kjarni tilvistarheimspekinnar samkvæmt hefðbundnum
skilningi er að maðurinn sé það sem hann gerir úr sér. I þessari bók setur höfhndur
fram annars konar sýn á tilvistarheimspekina eins og hún birtist í verkum Camus og
er niðurstaða hans nokkuð á skjön við hefðbundna túlkun. Auk þess er hér gerð grein
fýrir ævi og helstu viðfangsefnum Alberts Camus.
Klemens frá Alexandríu: Hjálpræði efnamanns
Þýðandi Clarence E. Glad sem einnig ritar skýringar og inngang, Hið ís-
lenska bókmenntafélag 2002. 314 bls.
Höfúndurinn var einn kirkjufeðranna sem hafði mikil áhrif á mótun kristinnar trú-
ar á annarri öld. Meginstef bókarinnar er umræða um mótandi áhrif gildislægra við-
horfa til auðs, en þar tengir Klemens kristnar trúarhugmyndir við hugmyndir plat-
ónskra hugsuða og stóumanna um ólíkar dygðir og um eðli sálarinnar. Hann varð
þannig fyrstur kristinna manna til að flétta saman á skipulegan og heilsteyptan hátt
kristna trú og gríska heimspeki, sem vestræn menning hefur byggst á í tæp 2000 ár.
Kristján Kristjánsson: Mannkostir. Ritgerðir um siðfrœði
Háskólaútgáfan 2002. 299 bls.
Þetta er þriðja ritgerðasafn Kristjáns Kristjánssonar. Sem í fyrri ritum höfundar eru
siðfræði og siðfræðileg álitamál meginuppistaða bókarinnar. Meðal spurninga sem
Kristján fæst við er hvort maðurinn hafi eðh, hvort til sé eitthvert sammannlegt sið-
ferði og hvort kenna eigi dygðir í skólum. Auk þess eru hér endurprentaðar greinar
Kristjáns um póstmódernisma og siðferðilegar afleiðingar hans sem birtust í Lesbók
Morgunblaðsins árið 1999 og svör hans við nokkrum andmælendum. Einnig fylgir ít-
arleg ritaskrá Kristjáns um heimspekileg efni.
Bryan Magee: Miklir heimspekingar. Inngangur að vestrœnni heimspeki
Þýðandi Gunnar Ragnarson, Hið íslenska bókmenntafélag 2002. 366 bls.
I þessari bók eru þýddar fimmtán samræður Bryans Magee við nokkra af nafntog-
uðustu heimspekingum samtímans um marga frægustu heimspekinga Vesturlanda.
Meðal annarra ræðir Myles Burnyeat um Platon, Martha Nussbaum um Aristótel-
es, Peter Singer um Hegel og Marx og John Searle um Wittgenstein. Samræðum
þessum var upphaflega sjónvarpað í BBC veturinn 1987 og nokkrar þeirra hafa ver-
ið fluttar í Ríkisútvarpinu.