Hugur - 01.01.2004, Page 246
244
Ritfregnir
Sigmund Freud: Ritgerðir
Þýðandi Sigurjón Björnsson sem einnig ritar inngangsgreinar, Hið íslenska
bókmenntafélag 2002. 349 bls.
Hér birtast íslenskar þýðingar sex ritgerða frá 1914-1924 en á þeim tíma verða veru-
legar breytingar á kenningum Freuds. Ritgerðirnar sem hér eru prentaðar veita góða
yfirsýn yfir þá þróun. I þeim fjallar Freud um narsisisma, masókisma, samsömun og
yfirsjálf, dauðhvöt og þrískiptingu sálarlífsins í það, sjálf og yfirsjálf. I ítarlegum inn-
gangi þýðanda er fjallað um fræðastörf Freuds á árunum 1919-1926 auk þess sem
hverri ritgerð fylgir sérstakur inngangur. I bókarlok eru útskýringar á hugtökum og
fræðiorðum úr fagorðasafni sálkönnunar.
Geir Svansson (ritstj.): Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sijjar og inrætt siðfræði
Atvik/ReykjavíkurAkademían 2002. 129 bls.
I bókinni er annarsvegar þýðing Hjörleifs Finnssonar á ritgerð Gilles Deleuze og
Felix Guattari „Rísóm“ sem er inngangur einnar frægustu bókar þeirra Milles plat-
eux. Hins vegar er hér ritgerð Hjörleifs Finnssonar og Davíðs Kristinssonar „Hvers
er Nietzsche megnugur“ sem er beinskeytt gagnrýni á íslenska siðfræðiumræðu og
Nietzsche-túlkanir íslenskra siðfræðinga.
Guðrún Eva Mínervudóttir: Valur. Heimspekilegar smásögur
Björg Melsted myndskreytti, Námsgagnastofnun 2001. 72 bls.
Safn tólf smásagna sem allar fjalla um strákinn Val. I sögunum veltir hann fýrir sér
ýmsu um lífið og tilveruna. Sögurnar eru notaðar til kennslu í lífsleikni og eiga að
vera kveikja að umræðum um siðferðileg og heimspekileg málefni. Bókinni fýlgir
kennarakver þar sem er að fmna æfingar og verkefni með hverri sögu sem byggja á
aðferðum heimspekilegrar samræðu og barnaheimspeki. Æfingar fýlgja í vefútgáfii.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Fiskar undir steini. Sex ritgerðir í stjórn-
málaheimspeki
Félagsvísindastofnun Háskóla Islands og Háskólaútgáfan 2001. 211 bls.
I bókinni gerir höfúndur upp stjórnmálaátök 20. aldar og gagnrýnir tvær hugmyndir af
ætt sósíalisma sem að hans sögn njóta enn mikils fýlgis. Onnur þeirra er sú að maður
megi því aðeins skapa eitthvað, jafnvel þótt enginn hljóti skaða af, að hann veiti öðr-
um hlutdeild í því. Hin hugmyndin er að maður skaði jafnan aðra með því að nema
einstök gæði náttúrunnar. Fyrri hugmyndin er ein meginforsenda kröfúnnar um fé-
lagsleg réttindi en þeirrar síðari hefúr mjög gætt í umræðum síðasta áratug 20. aldar-
innar um íslenska kvótakerfið. I bókinni lýsir höfúndur kenningum Adams Smith,
Friðriks von Hayek og Roberts Nozick og svarar margvíslegum rökum gegn þeim.
Bryan Magee: Saga heimspekinnar
Þýðandi Róbert Jack, Mál og menning 2002. 240 bls.
Þetta er alþýðlegt og aðgengilegt yfirlitsrit yfir sögu vestrænnar heimspeki einkum
ætlað þeim sem eru að byrja að kynna sér heimspeki eða hafa þegar haft nokkra nasa-
sjón af fræðunum. I bókinni er rætt um helstu viðfangsefni heimspekinnar og sjónum
beint að grundvallaratriðum í tilveru mannsins. Höfúndur greinir frá öllum merkustu
heimspekingum hins vestræna heims frá forngrikkjum fram á tuttugustu öld.