Hugur - 01.01.2004, Page 247
Ritfregnir
245
Sigríður Dúna Kristsmundsdóttir (ritstj.): Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson
JPV útgáfa 2002. 343 bls.
I þessari bók eru verk Bjargar C. Þorláksson til umfjöllunar og kallast hún á við ævi-
sögu hennar sem kom út árið áður. Ritverk Bjargar eru hér skoðuð í samhengi við hið
hugmyndalega umhverfi sem þau em sprottin úr. Björg var afkastamikiU og fjölbreyti-
legur rithöfimdur og fræðimaður. Hún fjallar m.a. um heimspeki, sálfræði, líffræði og
h'feðlisfræði, auk þessa að skrifa ýmislegt um kvenréttindi og önnur þjóðfélagsmál. I
bókinni er birt úrval úr verkum hennar sem sum hver hafa ekki verið prentuð áður.
Immanuel Kant: Grundvöllur að frumspeki siðlegrar breytni
Þýðing og inngangur Guðmundur Heiðar Frímannsson, Hið íslenska bók-
menntafélag 2003. 235 bls.
Grundvöllur aðfrumspeki siðlegrar breytni er fyrsta bók Kants sem þýdd er á íslensku.
Þetta er ein víðlesnasta bók Kants og telst eitt af grundvallarritum vestrænnar heim-
speki. Þar má finna hugmyndir Kants um forsendur siðferðilegrar breytni en þær
hafa haft mótandi áhrif á hugmyndir manna um siðfræði og rétdæti allar götur síð-
an hann setti þær fram á ofanverðri 18. öld.
Georg Henrik von Wright: Framfaragoðsögnin
Þýðandi Þorleifúr Hauksson, inngangur Sigríður Þorgeirsdóttir, Hið ís-
lenska bókmenntafélag 2003. 285 bls.
Finninn von Wright var einn af fremstu heimspekingum Norðurlanda á 20. öld og
brautryðjandi í nútíma rökfræði. Hann gaf út tímamótaverk í siðfræði en var auk
þess arftaki Ludwigs Wittgenstein og ritstjóri eftirlátinna verka hans. I Framfaragoð-
sögninni skrifar von Wright á aðgengilegan hátt um hugmyndaheim samtímans og
gagnrýnir trú manna á framfarir í krafti aukinnar þekkingar og tæknikunnáttu.
Marteinn Lúther: Um ánauð viljans
Þýðendur Jón Arni Jónsson og Gottskálk Þór Jensson, sem einnig ritar inn-
gang ásamt Sigurjóni Arna Eyjólfssyni, Hið íslenska bókmenntafélag 2003.
571 bls.
Um ánauð viljans er hluti af ritdeilu milli Lúthers og Erasmusar frá Rotterdam. Rit-
deilan, sem varðaði grundvöll kristinnar kenningar, var á köflum hatrömm, eins og
glöggt má sjá í þessu riti. Um ánauð viljans ber vitni um skarpa ritskýringu Lúthers,
en einnig vitnar bókin um hugmyndaheim 16. aldar og þær mælskulistarhefðir sem
þá voru við lýði. I viðamiklum inngangsköflum er fjallað um rit Lúthers og ritdeilu
þeirra Erasmusar, en einnig stöðu latínunnar gagnvart þjóðtungunum við upphaf
siðaskiptanna.
Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson (ritstj.): Heimspekimessa. Ritgerð-
ir handa Mikael M. Karlssyni prófessor sextugum
Háskólaútgáfan 2003. 298 bls.
Bókin er afrakstur tveggja daga heimspekiráðstefnu sem haldin var síðastliðið vor. I
bókinni birtast greinar um fjölbreytt heimspekileg efni eftir 14 íslenska heimspek-
inga og tvo erlenda. Ritgerðirnar í þessari bók skírskota margar beint eða óbeint til
skrifa Mikaels M. Karlssonar sem er einn af feðrum akademískrar heimspeki á Is-
landi. Hann er virtur heimspekingur á alþjóðavettvangi og hefur ritað um mörg ólík
sérsvið heimspeki og hefur verið óþreytandi velgjörðarmaður íslenskrar heimspeki og
heimspekinga.