Hugur - 01.01.2004, Page 249
Ritfregnir
247
Ástríður Stefánsdóttir og Vilhjálmur Árnason: Sjálfrœði aldraðra
Háskólaútgáfan 2003. 210 bls.
Þetta rit er það fyrsta í ritröðinni Siðfræði og samtími sem Siðfræðistofnun Háskóla
Islands stendur að. I Sjálfræði aldraðra er fjallað á fræðilegan hátt um sjálfræði og
hugað að íslensku lagaumhverfi sem snýr að öldruðum. Hér eru einnig birtar niður-
stöður könnunar sem höfundar létu gera á fimm íslenskum öldrunarstofnunum. I
bókinni er dregið fram með skýrum hætti hvernig aldraðir sem hafa flutt á stofnan-
ir búa við skert sjálfræði.
Jacques Derrida: Sporar. Stílar Nietzsches
Þýðandi Garðar Baldvinsson sem einnig ritar inngang, ritstjóri Torfi H. Tul-
inius, Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, Háskólaútgáfan 2003. 94 bls.
Derrida ræðir hér um þann hluta heimspeki Nietzsches sem er hvað umdeildastur,
þ.e. konur og hvernig hugmyndir um konur og sannleika tvinnast saman í ritum
Nietzsches. Sporar er tiltölulega auðlesið rit en Derrida hefur annars oft verið legið
á hálsi fyrir tyrfinn stíl og málaflækjur.
Paul Virilio: Stríð og kvikmyndir
Þýðendur Bergljót S. Kristjánsdóttir, Eh'sabet Snorradóttir, Friðrik Rafnsson,
Gauti Kristmansson og Gunnar Harðarson, Háskólaútgáfan 2003. 254 bls.
I þessari bók fjallar Paul Virilio um skilgreiningar á stríðsvettvangi út frá sjónskynj-
un og sýnir hvernig herkænska nýtir sér í síauknum mæli tækni kvikmyndalistarinn-
ar til að skipuleggja átök og átakasvæði. Strið og kvikmyndir spáði fyrir um tölvu-
leikjaform Flóabardaga og vekur upp áleitnar spurningar um tengsl sjóntækni, stríðs
og trúarbragða.
Páll Skúlason: Le cercle du sujet dans la philosophie de Paul Ricœur
París, L’Harmattan 2001. 358 bls.
Bók þessi hefur að geyma doktorsritgerð Páls Skúlasonar sem hann varði við Kaþ-
ólska háskólann í Louvain í Belgíu 1973. Meginefni bókarinnar er rannsókn á því
sem nefna mætti „hringeðli“ heimspekilegrar hugsunar. I viðleitni sinni til að móta
spurningar um veruleikann og leita svara við þeim hlýtur hin heimspekilega hugsun
að styðjast við einhvers konar fyrirframskilning á veruleikanum. Þannig hlýtur sjálft
viðfang skilningsleitarinnar, sjálf uppspretta og drifkraftur hinnar heimspekilegu
orðræðu, að birtast hugsuninni innan þeirra marka sem þessi forskilningur setur. I
bókinni er varpað ljósi á þær myndir sem hringeðli heimspekinnar tekur á sig í skrif-
um nokkurra helstu hugsuða á þessu sviði, t.d. Hegels og Heideggers, en sérstök
áhersla er þó lögð á verk Pauls Ricœur. Markmiðið er að móta heimspekilega túlk-
unarfræði þar sem hugmyndin um hringeðlið er tekin með í reikninginn á meðvit-
aðan hátt í stað þess að leggja hana gagnfynislaust til grundvallar.
Böðvar Yngvi Jakobsson tók saman