Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 224
382
HELGAFELL
Þýðir þó ekki að loka augunum fyrir því, að
hætt er við, að þessar góðu söluhorfur leiði
margan útgefanda og þýðanda í freistni, svo að
meiri stund sé lögð á magn en gæði. Samt eru
allflestar hinna nýútkomnu barna- og unglinga-
bóka frambærilegar og sízt lakari að efnisvali
og jafnvel fremri að frágangi og máli en barna-
Fyrst er þá að geta frumsaminna íslenzkra
barnabóka. Hve glöð er vor œsþa nefnist bók
eftir Frímann Jónasson. Er hún í 15 sjálfstæðum
köflum. Sumir þættirnir eru ,,skáldskapur“, en
aðrir sannar frásögur, að því er virðist. Ekki
verður sagt um bók þessa, að hún sé nýstár-
leg eða veigamikil, en hins vegar er frásögnin
látlaus og þægileg og málfar vandað. Síðasta
kaflann, þáttinn af Fjalla-Brandi, munu full-
orðnir menn engu síður en unglingar lesa sér
til ánægju. — Fuglinn fljúgandi heitir allstórt
ljóðakver eftir Kára Tryggvason. Eru þar kvæði
um helztu íslenzka fugla. Höfundur er auðsjá-
anlega mikill dýravinur, og vel er hann rímhag-
ur. En þótt kvæðin séu lagleg, eru þau öll til-
þrifalítil og því eigi líkleg til þess að lifa á
vörum barnanna. Allt um það má mæla með
því, að börn lesi bókina, hún hefur a. m. k.
þann kost, að hún spillir ekki rímeyra þeirra.
Ég skal segja þér .... er dálítið safn bréfa
Reykjavíkurbarna úr sveitinni til foreldra þeirra.
Kveðst útgefandi, sem er Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson blaðamaður, ekki hafa breytt bréfun-
um í neinu, nema leiðrétt stafsetningu og helztu
málvillur. Sum þessara bréfa eru skemmtileg,
en hvert öðru keimlík. — Hlini þóngsson nefn-
ist mjög snoturt leikrit handa börnum eftir frú
Ragnheiði Jónsdóttur. Er uppistaða þess sam-
nefnt ævintýri, sem allir kannast við. Mikill
hörgull er á hentugum barnaleikritum á íslenzku,
þ. e. leikritum, sem börnin geta leikið sjálf.
Stefán Júlíusson kennari skrifar stuttan formála
að leikritinu og kemst þar m. a. svo að orði:
,,Ég hef oft óskað þess, að meira væri til af
leikritum fyrir börn og unglinga. En því hef
ég óskað þessa, að það er skoðun mín og reynsla
sem kennara, að fátt sé eins þroskavænlegt og
skemmtilegt fyrir börn og að koma af stað
sýningum á góðum og fallegum leikjum. Sjálf
sýningin verður þar algert aukaatriði; undirbun-
ingurinn skiptir þar mestu máli . Leikrit, sem
börnin leika sjálf, geta átt mikinn þátt í því
að blása lífi í skólastarfið og þroska börnin
félagslega og andlega. •— En veigamesta frum-
bækur voru hér yfirleitt fyrir stríð. Veldur miklu
um málið og fráganginn, að sá góði siður hefur
færzt hér í vöxt hin síðari ár, að hæfir menn
hafa annazt prófarkalestur að einhverju eða
öllu leyti: Laga þeir ekki einungis stafsetningu,
heldur leiðrétta þeir og helztu mállýti, eftir því
sem við verður komið.
samda unglingabókin á þessu tímabili er án
efa Ungur var ég, safn bernskuminninga 16 nú-
lifandi Islendinga. Höfundar flestra kaflanna eru
gamlir menn og miðaldra, allir þjóðkunnir menn.
í þáttum þessum er fjölbreyttur og skemmti-
legur fróðleikur um lífskjör og uppeldishætti
eins og þau voru á uppvaxtarárum höfundanna,
og mun flestum unglingum nú þykja mikil
breyting vera á orðin. Þótt kaflar þessir séu að
vonum misjafnir, hefur hver þeirra sér til á-
gætis nokkuð, svo að enginn þeirra getur talizt
ómerkur. Fyrir mitt leyti tel ég sameiginlega
galla á flestum þáttunum, að þeir lýsa frekar
ytri kjörum og atvikum en persónulegri reynslu.
Utgefendur gera ráð fyrir, að framhald verði á
útgáfu slíkra þátta og tekst þeim vafalaust að
fá ýmsa ritfærustu Islendinga til þess að leggja
þarna orð í belg.
Þá hafa ýmis gömul íslenzk ævintýri verið
gefin út sérstaklega handa börnum, svo sem
SigríÖur Eyjafjarðarsól og Sagan af Hans ^ar/s-
syni, báðar með myndum eftir Jóhann Briem
listmálara. Ennfremur má geta Ba^ahrœðra og
Kvœðisins um Olaf Liljurós. Báðar þessar bæk-
ur eru skreyttar myndum eftir frú Fanneyju Jóns-
dóttur. Vel virðist vandað til útgáfu allra þess-
ara bóka.
ÞÝDDAR BARNABÆKUR
Tala þýddra barna- og unglingabóka, sem út
hafa komið árin 1943—1944, er legió, og verður
hér drepið á þær, sem ég hef náð að kynna
mér. Arni, eftir Björnstjerne Björnson í þýð-
ingu Þorsteins heit. Gíslasonar kom í annarri
útgáfu í ár. Óþarfi er að fjöryrða um þetta rit.
Það er sígilt og má skipa því í fremstu röð
þeirra bóka, sem unglingum 'er hollt að lesa.
— Onnur sígild erlend unglingabók er Oliver
Twist, eftir Ch. Dickens. Kom hún út í fyrra
í nýrri þýðingu Hannesar J. Magnússonar kenn-
ara. Málið á þýðingunni er lipurt. Þýðandinn
hefði átt að geta þess, að hann hefur þýtt bók-
ina eftir einhverri (enskri?) endursögn hennar,
en ekki eftir riti Dickens sjálfs. Er villandi að