Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 225

Helgafell - 01.09.1944, Page 225
BÓKMENNTIR 383 geta þessa hvergi, einkum þegar talsverðar breyt- ingar hafa verið gerðar á orðalagi og jafnvel efni sögunnar. Verður að átelja slíkt virðingarleysi fyrir höfundinum eða fáfræði þýðanda um verk hans. Hér má geta þess, að Páll E. Ólason þýddi Oliver Twist, og kom bókin út í Rvík 1906. Þótt Páll haldi sér ekki alltaf fast við bókstafinn, er þýðing hans samt góð og á þrótt- miklu, rammíslenzku og smekklegu máli, og hefur hún því ólíkt meira bókmenntagildi en þessi nýja þýðing Hannesar. — Af öðrum þýdd- um barnabókum, sem náð hafa fádæma vin- sældum hér á landi, má nefna Bláskjá, sem nýlega er kominn út í annað sinn. Var hann eftirlætisbók barna í ,,mínu ungdæmi“, og vafa- laust stenzt hann enn furðu vel samkeppni við flestar þýddar barnabækur, þótt nýjar séu af nálinni. Þessi útgáfa er mjög með sama sniði og hin fyrri. Málið á þýðingunni er gott og frágangur vandaður. — Sieinn Bollason, sem birtist í barnabókinni Kveldúlfi 1903, hefur nú verið gefinn snoturlega út með myndum eft- ir Tryggva Magnússon. Þetta er sama þýðingin og í Kveldúlfi, en málfari er nokkuð breytt. — Hrói höitur og hinir kátu kappar hans eru enn á ferðinni, og hefur Gísli Ásmundsson gert þýðinguna. Arið 1942 kom sagan af Hróa hetti út í þýðingu Freysteins Gunnarssonar. Finnst sumum þetta vera að bera í bakkafullan læk- inn, engu síður en þegar tvær þýðingar á Perci- val Keene komu út samtímis, sællar minningar. En sú er bót í máli um Hróa hött, að sagan er ,,gömul og góð“, allmikill munur er á henni í þessum tveim myndum, og báðir þýðendur eru kunnir að vandvirkni og smekkvísi. — Heilmörgum ævintýrum Asbjörnsens og Moes hefur verið snúið á íslenzku. Jens Benedikts- son blaðamaður hefur þýtt flest þeirra, birtust þau fyrst í Morgunblaðinu, en síðar hafa þau verið gefin út í tveimur bindum undir heit- inu Norsk œvintýri. Um þjóðsögur þessar er ekki nema gott að segja í sjálfu sér, en mér virðist þó, að þýðandinn hefði mátt leggja meiri alúð við verk sitt. Málfarið er reyndar í heild ekki vont, þótt þar megi finna ýmis lýti (eins og t. d. ,,en sem“ og ,,og sem“, er þýðandinn bregður oft fyrir sig). En hinn upprunalegi stíl- blær hefur glatazt að mestu. Alkunna er um ritun þjóðsagna, að þar skiptir um, hver á held- ur. Um þýðingar á þeim gegnir sama máli. Guðmundur Frímann hefur og þýtt nokkrar sög- ur eftir Asbjörnsen og Moe: Tröllin i Heydala- s\ógi og önnur œviniýri. Virðist mér honum hafa tekizt sýnu betur til við þýðinguna en Jens. — Ónafngreindur þýðandi hefur snarað á íslenzku Gúlliver í Risalandi eftir Jonathan Swift. Málið á þýðingunni er sæmilegt. Þetta ævintýri Gúllivers er engu síður við barna hæfi en för hans til Putalands. Hin djúpa þýðing þessa rits Swifts, lífsskoðun hans og ádeila hans á mannlífið, fer að sjálfsögðu — og að skað- lausu — fram hjá börnum. — Jón Helgason blaðamaður hefur íslenzkað endursögn H. J. Campe nokkurs á Robínson Krúsó. Málið á þýð- ingunni er sæmilegt. Saga Robínsons, en frum- höfundur Jiennar er Daniel Defoe, er sígild í barnabókmenntunum. Stálpaðir drengir lifa upp þetta ævintýri í leik og ímyndun. Sumir sál- fræðingar kenna jafnvel eitt þroskaskeið drengja við Robínson. Margir rithöfundar hafa gerzt til þess að endursegja eða semja sögur í líkingu við Robínson, en tekizt misjafnlega vel. Er sjálf- sagt affarabezt að fylgja þeirri reglu við endur- sögn rita, að láta höfundinn tala sem mest sjálf- an og sleppa sem minnstu úr, sem máli skipt- ir, svo að heildarmyndin verði sem réttust. Ég sakna t. d. í þessari endursögn, hve ónákvæm grein er gerð fyrir því, hvernig Róbínson bjarg- aðist fyrst á eigin spýtur á eynni og sigraðist þar á örðugleikum landnemans og raun ein- verunnar. Allri þessari baráttu lýsir Defoe af raunsæi * þeirri og nákvæmni, sem stálpaðir drengir hrífast svo mjög af. Einnig sakna ég þess, hve lítil áherzla er á það lögð, hvernig Róbínson tókst að siðmenna Frjádag. Þetta eru einmitt þau atriði í Róbínson, sem frumlegust eru og sérstæðust og heilla drengi jafnframt mest. Frásögur um bardaga við villimenn má aftur á móti lesa í hvaða Indíánasögu sem er. Þessi endursögn sögunnar um Róbínson er því ekki nema svipur hjá sjón. Hefði verið miklu nær að gefa út að nýju þýðingu Steingríms Thorsteinssonar, sem stendur umræddri bók miklu framar, enda fór hann að mestueftirfrum- sögu Defoes. — Til verulega góðra barnabóka má telja Bamba og Gosa. Stefán Júlíusson kenn- ari hefur íslenzkað Bamba og virðist mér þýð- ingin vera sæmilega af hendi leyst. Walt Dis- ney, bandaríski kvikmyndasnillingurinn, hefur samið þessa bók upp úr samnefndri skáldsögu austurríska rithöfundarins Felix Saltens, en hún var metsölubók í enskumælandi löndum á sín- um tíma. Kvikmynd Disneys, Bambi, hefur ver- ið sýnd hér, en bókin og kvikmyndin haldast mjög í hendur að efni og frásögn. Bambi er ævisaga hjartarkálfs, frá fæðingu hans til þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.