Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 23
Er vit í vísindum? hverju tæknibragði sem tiltekinn málari, tónskáld eða leikritahöfundur finnur upp á.25 Þessi þrjú viðmiðshugtök má kannski nefna þremur nöfnum: hið fyrsta hefðarspeki, annað hefðarveldi, hið þriðja hefðarmið. Og má þá koma nokkrum orðum að kenningu Kuhns um hefðbundin vísindi. Hefðbundin vísindi stjórnast af viðmiðum, segir hann. Með mínum orðum eru slík vísindi iðkuð á vettvangi hefðarvelda og mótuð af hefðarspeki sem ræðst að drjúgu leyti af hefðarmiðum. Og af þessum orðum einum geta menn ef til vill ráðið hvers vegna Popper er svo uppsigað við kenninguna um hefðbundin vísindi: ef máttur hefðarinnar í vísindum er svo mikill sem Kuhn vill vera láta, þá virðist ekki ýkjalangt í það að alls enginn greinar- munur verði lengur gerður á vísindum og gervivísindum: þar sé aðeins um ólíkar hefðir að tefla. En nú mundu flestir vilja krefjast nánari skýringa. Ég skal reyna. Hug- takið ,hefðarspeki‘ hef ég ekki eftir Kuhn, heldur eftir John Kenneth Gal- braith sem hefur það um kerfisbundnar hugmyndir, einkum um þjóð- félagsmál, sem menn halda tryggð við af öllum mætti vanans, hvað svo sem raunhæfu gildi þeirra líður við síbreytilegar aðstæður.26 Ég þarf ekki að nefna dæmi slíkrar hefðarspeki: þeir sem ekki kannast við hana fyrir geta hlustað á forusmgreinar dagblaðanna í útvarpinu í fyrramálið. En til marks um veldi hefðarspeki í vísindum mun ég láta mér nægja að leiða fram tvö vitni. I formála að Uppruna tegundanna segir Darwin: „Þótt ég sé sannfærður um kenningu þessarar bókar, þá á ég alls ekki von á að reyndir náttúrufræðingar láti sannfærast: til þess vita þeir of mikið og hafa vanizt því að líta það sem þeir vita allt öðrum augum en ég geri hér. En ég treysti á framtíðina, á unga menn sem lesa bók mína óspjöll- uðum augum.“ Og Max Planck segir í ævisögu sinni: „Vísindaleg kenn- ing öðlast ekki viðurkenningu vegna þess að fræðimenn taki rökum og geti skoðað viðfangsefni sín í nýju ljósi, heldur vegna hins að fræðimenn deyja eins og aðrir menn, og ný kynslóð hefur aðrar og betri aðstæður til að kingja kenningunni.“27 I þessum tveimur tilvitnunum birtist ekki mikið traust til hinnar gagnrýnu skynsemi. Hugtakið ,hefðarveldi‘ er félagsfræðilegt hugtak, sagði ég. Hefðarveldin sem Kuhn hefur í huga eru stofnanir á borð við rannsóknaráð og háskóla- deildir, fræðileg tímarit og málskrafsmót fræðimanna. A okkar dögum eru slík hefðarveldi auðvitað mörg og margvísleg, og skipuleg könnun þeirra 261
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.