Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 25
Er vit í vísindum? indamenn og hverjir ekki. Og með þessu móti sjá viðmiðin hinum virðu- legu vísindamönnum, iðkendum hefðbundinna vísinda, fyrir verkefnum sem oft geta enzt þeim öldum saman, ekki sízt á sviði einberrar fróðleiksöfl- unar. Þessum verkefnum, eins og Kuhn lýsir þeim, má ef til vill líkja við prófspurningar sem kennari kann eklci sjálfur svar við, en kann þó allar hinar hefðbundnu aðferðir kennslubókanna til að finna svarið. Með skil- greiningu slíkra prófspurninga þrengir viðmiðið rannsóknasvið hverrar fræðigreinar ákaflega, og þá geta fræðimennirnir í nafni viðmiðsins neitað að fjalla um allt sem er utan hins þrönga sviðs. Eðlisfræðingar af skóla Newtons neituðu að gefa skýringu á aðdráttaraflinu og skilgreindu fræði sín svo að óskin um slíka skýringu var óvísindaleg. Efnafræðingar af skóla Lavoisiers neituðu með svipuðum hætti að fjalla um ótal atriða, til að mynda um liti hinna ólíkustu efna. Og eins og Leibnitz og aðrir læri- sveinar Descartes, þeirra á meðal allir fremstu eðlisfræðingar 17du aldar, höfnuðu kenningu Newtons um aðdráttaraflið sem óskiljanlegum þvætt- ingi, afturhvarfi til skólaspeki um hulda krafta, vegna takmarkana við- miðsins, þá vísuðu þeir Diderot, Goethe og Lamarck efnafræði Lavoisiers á bug fyrir þá sök að hún neitaði að spyrja spurninga sem hin eldri efna- fræði, ylefniskenningin, hafði ekki einungis spurt, heldur átti nokkur svör við. Og hvað sem annars verður um þessar þrætur sagt, þá geta þær ekki talizt bera mikið vitni skynsamlegrar gagnrýni í anda Karls Popper. Þessar tvær þrætur sem nú er á minnzt voru báðar eftirköst vísindalegra byltinga: þeirra sem við kennum við þá Newton og Lavoisier. Víkur nú sögunni að byltingum. Þær eru flestar eða allar tilkomnar með einum hætti, segir Kuhn. Hefðbundin vísindi hafa verk að vinna: þau eiga að svara prófspurningum sem viðmiðin ákvarða. Þau krefjast því engrar sjálf- stæðrar hugsunar fremur en prófspurningar gera yfirleitt. En þar kemur að kreppa verður í ríki hinna hefðbundnu vísinda. Kannski verður mótsagna vart, kannski rekast menn á einhverjar staðreyndir sem koma ekki alveg heim við viðmiðin, og margt fleira getur komið til. Þessum ógöngum una fræðimenn ótrúlega vel: stundum afneita þeir staðreyndum eða sjá þær ekki, oftast lappa þeir þó upp á viðmiðskenninguna í þúsund og eitt skipti eins og Adler. Því verður helzta einkenni kreppunnar það að af- brigði hinnar hefðbundnu kenningar verða æ fleiri, stundum fleiri en fræði- mennirnir eru. Og þessu ástandi geta menn unað æðilengi. Slíkt var til að mynda ástand stjarnfræðinnar í tvær aldir áður en Kóperníkus kom ti! sögunnar, eins og Kóperníkus lýsir sjálfur ágætlega í formála að riti sínu 263
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.