Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 55
Kdta Lovísa stórum skrúðgarði sem umgirtur er rimlagirðingu með háu hliði. Sjálfur er skálinn úr viði, málaður í skringilegu samblandi af kínverskum stíl og evrópskri endurreisn. Hann er tengdur matgerðarstofu og brugghúsi með mjóum ranghölum, og á hliðum hans eru vængjadyr, svo að í góðu veðri er auðvelt að hleypa inn laufa- og blómaangan. Þarna er líka rúm fyrir fjölda fólks. I dag heilsaði gestunum fögur sjón, því bæði girðingin og trén, svo og skálinn sjálfur voru öll krökk af marglitum skrautljósum. Og ekki var síðra um að litast inni. Undir þakinu voru strengdar langar blómafléttur og í þeim héngu litfögur pappaljósker. Milli raflampanna á veggjunum var allt þakið fánum, greinum og blómsveigum. Uppi við sviðið stóðu pottar með blaðjurtum og á rauðu fortjaldinu blasti við mynd af skrípi- trúð. Meðfram öðrum langveggnum stóð blómskreytt matborð, þar sem gestir Jakoby-hjónanna gátu gætt sér á sumarbjór og kaldri kálfasteik: lögfræðingar, liðsforingjar, heildsalar og listamenn, alls konar höfðingjar með konur sínar og dætur - áreiðanlega vel hundrað og fimmtíu manns. Karlmenn voru bæði dökkklæddir og í ljósum sumarfötum, því hér ríkti hispursleysið eitt. Herrarnir hlupu sjálfir með ölkollurnar að ámunum sem trónuðu uppi við vegginn. Hér blandaðist saman greni- og blómaangan, matarlykt og eimur frá bjórtunnum og ilmvötnum. Glamur í borðáhöld- um, skvaldur og hlátrar fylltu loftið... Málflutningsmaðurinn sat ein- trjáningslegur og umkomulaus fyrir enda eins borðsins, nálægt sviðinu. Hann drakk lítið og átti sýnilega erfitt með að halda uppi samræðum við borðdömu sína, konu Havermanns ráðuneytisstjóra. Hann átti örðugt um andardrátt og hengdi niður munnvikin, vot dapurleg augu hans störðu í þunglyndislegri undrun á glauminn og flírulætin í salnum, eins og á hverja aðra óskiljanlega ráðgátu. Nú voru stórar tertur bornar á borð og menn byrjuðu að drekka létt vín og halda skálaræður. Hildebrandt borgarleikari hélt ræðu til heiðurs bjórnum og notaði ótæpt grískar og latneskar tilvitnanir. Witznagel með- dómari flutti minni kvenna og drakk viðstöddum konum til með glæsileg- um tilburðum. Hann tók hnefafylli af blómum úr einu kerinu og líkti hverju þeirra við hefðarfrúrnar í kringum sig. Omru Jakoby, sem sat and- spænis honum í gulum silkikjól, kallaði hana „fegurstu systur terósar- innar“. Að þessu ávarpi loknu strauk Amra yfir mjúkan hvirfilinn og kinkaði kolli til eiginmanns síns, sem reis óðara á fætur og næstum því gekk af 293
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.