Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 58
Tímarit Máls og menningar var ósköp hversdagslegt og snoturt, þar til fyrsta erindi sleppti. Við upp- haf ofangreinds viðlags varð hrynjandin fjörugri og mishljómar létu á sér kræla, sem vegna síendurtekinnar h-nótu bjuggu áheyrandann undir skipti yfir í Fis-dúr. Og þegar kom út í orðið „dreymin“ hafði spennan náð há- marki. En í stað þess að skipta yfir í Fis-dúr, gerðist það óvænta. Á einu augabragði sviptist lagið yfir í F-dúr, og þessi tónskipti, sem fylgt var eftir með notkun beggja fótstiga á atkvæðinu „lags“ í „lagsmenn", höfðu óvenju sterka verkan. Þau komu eins og foss yfir taugarnar og hrísluðust niður bakið með óvæntum hrolli. Þetta var árás, uppljóstrun, snögg og grimmdarleg opinberun, fortjald sem rifnar í tvennt. Og við þessa F-dúr tóna hætti Jakoby málflutningsmaður að dansa. Hann stóð eins og negldur við gólfið, með báða vísifingur enn á lofti - annan örlítið neðar en hinn. A-ið í „lagsmenn" hraut af vörum hans, og meðan tónar píanósins dóu út, starði þessi grátbroslega fuglahræða með framteygðu höfði niður í uppljómaðan salinn ... starði á þennan skraut- búna manngrúa, þar sem hneykslunin skein af hverri brá. Hann starði á öll þessi upplyftu, furðu lostnu andlit, í þessi hundruð af augum, sem reikuðu milli hans og hjúanna við hljóðfærið - öll uppljómuð af sömu óbifandi fullvissunni... Og meðan þessi óhugnanlega þögn ríkti í salnum, héldu sístækkandi augu hans áfram að hvarfla milli áhorfenda og undir- leikaranna við píanóið... En allt í einu virtist skilningsljómi breiðast yfir andlit hans. Blóðið gusaðist fram í kinnarnar, sem urðu jafn rauðar og silkikjóllinn á brjósti hans, en í næstu andrá bleikar eins og nár - og þessi stóri, feiti maður steyptist kylliflatur á sviðið svo að brakaði í fjölunum. Andartak ríkti áfram dauðakyrrð. Þá kváðu við skrækróma óp og það varð ys og þys í salnum. Nokkrir framtakssamir menn, þar á meðal ungur læknir, stukku upp á sviðið; tjaldið var látið falla. Amra Jakoby og Alfreð Láutner sátu kyrr við hljóðfærið og sneru baki hvort við öðru. Hann drúpti höfði eins og hann væri að hlusta á síðustu tóna F-dúrsins, hún með sinn spörfuglsheila horfði tómlegu augnaráði kringum sig, ófær að átta sig á hvað hafði gerst. En andartaki síðar kom ungi læknirinn niður í salinn, smávaxinn gyð- ingur með alvarlegt andlit og svartan hökutopp. Nokkrir gestir flykktust um hann við dyrnar, en hann yppti aðeins öxlum og svaraði stutt: „Lokið.“ Ingólfur Pálmason íslenskaði. 296
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.