Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 75
Vandinn að þýða Ijóð Rimbaud sem mikið hefur borið á bæði í lífi og listum nútímamanna: síða hárið, druslutíska ungs fólks, byltingarhugmyndir og stóryrði um valdhafa (Rimbaud kvað t. d. hafa sagt um Napóleon III., að hann ætti hvergi heima nema á galeiðu), og síðast en ekki síst þau fyrirbæri sem tilheyra einkum bókmenntum og listum síðustu ára, grófyrði, klám og smekklaus fyndni (sem hjá honum hvarf þó oftast í skugga snilldarinnar). Allt þetta gætu verið bein eða óbein áhrif frá Rimbaud, svo mjög kristallast fyrir- bærin í þessum eina manni, þótt þess beri að gæta, að það sem tröllríður ekki aðeins unglingum nútímans, heldur einnig fulltíða mönnum, jafnvel á fimmtugsaldri, skáldum og listamönnum, þjakaði ekki Rimbaud nema meðan hann var hálfgert barn, og ekki líklegt að hann hefði nokkurn- tíma látið prenta sum bernskuljóð sín, þótt hann hefði haldið áfram bók- menntastörfum, nema þá eftir að hafa gert á þeim breytingar eða umbætur. Ég get vel ímyndað mér að hann hafi einkum hugsað til þessara kvæða þegar hann mátti ekki heyra minnst á ljóðagerð sína, þar sem hann var staddur innanum aðra verslunarmenn í Afríku, en hafði ekki annað um það fyrirbæri að segja, Ijóðagerð sína, en að það hefði verið fáránlegt, hlægi- legt og viðbjóðslegt, absurde, ridicule, dégoutant. Ég hef ekki reynt að kynna Islendingum Rimbaud af því að ég teldi hann fremri í listinni ýmsum öðrum frönskum skáldum, heldur vegna þess að mér þótti hann fyrir margra hluta sakir þess virði, og sannast sagt þykir mér hann svo merkilegur við nánari athugun, í ljósi seinni tíma Ijóðagerðar, að mér finnst að þeir sem taka sér fyrir hendur að skrifa um nútímaljóðagerð án þess að þekkja hann viti harla Iítið um hvað þeir eru að skrifa. En ég get ekki látið hjá líða að skjóta því hér inn í, að sú hug- mynd sem Hrafn Gunnlaugsson lætur prenta eftir sig í Eimreiðinni nú fyrir skömmu, að Steinn muni hafa ort Tímann og vatnið fyrir áhrif frá Rimbaud, styðst ekki við neitt sem ég veit um þessi tvö skáld, og getur varla stafað af öðru en vanþekkingu. Annað mál er það, að í öllum nú- tímalegum kveðskap má finna einhverja þræði sem liggja til þessa franska skálds frá síðari hluta 19. aldar. 313
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.