Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 89
Ráðherradagar Björns Jónssonar
og reyna að koma þeim á stað til að heimta aukaþing. Ef hann fengist ekki,
voru flestir á því að senda Jóhann Kristjánsson afgreiðslumann Þjóðólfs
austur í sýslu. Reyndist Jón búfræðingur ófáanlegur til þeirrar farar.
28. febr. hjeldu kosnir fulltrúar Norðmýlinga fund með sjer á Rangá
í Tungu til þess að ræða um aukaþingskröfurnar út af bankamálinu. Vegna
óveðurs sótti að eins annar þingmaðurinn og 9 kjörnir fulltrúar fundinn.
Var þar samþykkt krafa um aukaþing með 7 atkvæðum gegn 2. Er sagt
að mikill meiri hluti kjósenda í Norðurmúlasýslu sje fylgjandi aukaþings-
kröfunni og báðir þingmennirnir, sbr. nánari skýrslu um fundinn, Lög-
rjetta V. 17. tb. (30/III 1910).
Þann 14. mars var að undirlagi Hannesar Hafsteins haldinn fundur á
Þingeyri við Dýrafjörð. Hafði hann nokkru áður skrifað kaupmanni
Matthíasi Olafssyni frá Haukadal og beðið hann að kveðja til fundar til
þess að ræða aukaþingskröfuna. Matthías og nokkrir aðrir heimastjórnar-
menn boðuðu til fundar á Þingeyri til þess að ræða um ýmis sveitamál,
en er þeim umræðum var lokið voru svofelldar tillögur samþykktar:
1. Vantraustsyfirlýsing til stjórnarinnar með 43 atkv. gegn 11.
2. Krafa um aukaþing með samhljóða 46 atkvæðum.
3. Tillaga um að boðað skyldi til fulltrúafundar fyrir alla hreppa sýsl-
unnar til þess að taka ályktun um aukaþingskröfuna. Samþykkt með 46
samhljóða atkvæðum.
Þann 15. mars var fundur haldinn á Seyðisfirði eptir fundarboði, sem
þingmaður kaupstaðarins Björn Þorláksson prestur mun hafa látið út-
ganga fyrir tilmæli stjórnarandstæðinga í kaupstaðnum. Fundurinn stóð
frá kl. 4-9 Vl síðdegis. Þessar tillögur voru samþykktar á fundinum:
1. Fundurinn telur: a. aðfarir ráðherra í Landsbankamálinu óhyggilegar og við-
sjárverðar, b. að engir löglegir gæslustjórar sjeu nú við bankann, þar sem Kristján
Jónsson háyfirdómari, þrátt fyrir óraskaðan rjettarúrskurð, hefur eigi, hvorki af
landsstjórn nje bankastjórn, verið viðurkenndur gæslustjóri, c. að vald þingsins
og rjettur þess sje að vettugi virt með frávikningu gæslustjóranna, d. að einveldi
það, sem ráðherra hefir tekið sjer yfir Landsbankanum sje óþolandi-
Samþykkt með 55 atkv. gegn 18.
2. Til þess að alþingi gefist sem fyrst kostur á að komast að rjettri niðurstöðu
um hag og stjórn Landsbankans og kippa henni í lögskipað horf, ályktar fundur-
inn að skora á ráðherra að hlutast til um, að kvatt verði til aukaþings sem allra
fyrst, og skorar á þingmann kjördæmisins að framfylgja þeirri áskorun.
327