Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Blaðsíða 103
Ráðherradagar Björns Jónssonar
son var ákveðið að borga af fjelagssjóði (svo lengi sem einn peningur
hrykki, kostnað þann sem risi af injuriumálum þeim sem ráðherra og son-
ur hans hefði höfðað móti heimastjórnarblöðunum)1 og samþykkt að
styrkja Norðra, ef á þyrfti að halda með 200 - tvö hundruð krónum - úr
fjelagssjóði. Jón Ólafsson fjekk á fundinum 40 — fjörutíu — krónur til
rjettargjalda og stefnuvotta.
Peningamál landsins og fjármálabrall
27. ágúst 1910 kvaddi Jón Ólafsson sem formaður miðstjórnar þá þing-
kjörnu miðstjórnarmenn á fund hjá Jóni alþ. Jónssyni frá Múla. Þar var
tilrætt um að kjósa nefnd manna úr báðum flokkum til þess að skora á
ráðherra brjeflega að skipa nefnd til þess að leggja á ráð um, hvernig
bæta skyldi úr peningaskorti landsmanna. L. H. Bjarnason vildi2 geyma
mál þetta þar til Hannes Hafstein kæmi að norðan, en hans var þá
von innan fárra daga. En Jón Ólafsson fjekk því framgengt sjálfsagt eptir
undirlagi við málaflutningsmann Eggert Claessen, sem í þessu máli er
verkfæri Einars Benediktssonar fyrv. sýslumanns og hins fyrirhugaða enska
bankaprojekts Einars, að Jónar þrír (Jón Magnússon bæjarf., Jón Jónsson
frá Múla og Jón Ólafsson fyrv. ritstjóri) undirrituðu ásamt 3(?) þing-
mönnum úr Sjálfstæðisflokknum áskorun til ráðherra, sem Jón Magnússon
samdi - allóákveðna og almenna - án þess að víkja nokkru orði að stofnun
ensks banka hjer, og þótti Eggert Claessen að sögn það illa farið, því sagt
er, að Einar hafi lofað honum og Sveini Björnssyni syni ráðherra gæslu-
stjórastöðu við bankann, ef hann kæmist á stofn. Ráðherra ljet ekki lengi
ganga á eptir sjer að skipa slíka nefnd, og laugardaginn þ. 3. sept. birti
Isafold, að eptir ósk nokkurra þingmanna úr báðum flokkum hefði ráð-
herra föstud. 2. sept. skipað landritara Klemens Jónsson, Jón Magnússon
bæjarfógeta, málaflutningsmennina Eggert Claessen og Svein Björnsson og
alþingismann Magnús Blöndahl með landritara sem formanni í 5 manna
nefnd „til þess að rannsaka og íhuga peningamálefni landsins og undirbúa
fyrir næsta þing meðferð þeirra þar, svo og til að láta í tje skýrslur og
leiðbeiningar þeim mönnum, er kynnu að vilja beina framleiðslufjármagni
1 Þetta allt of mikið sagt og misskilið. LHB. - Síðan hefur Lárus strikað yfir það,
sem hér er sett milli sviga, og skrifað í staðinn: að svo miklu leyti sem hægt
væri rjettargjöld etc., sem heimastjórnarblaðamenn ætluðu að höfða gegn ísafold.
2 Innskot L. H. B.: eyða málinu og að m. k.
341