Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 119
]ón Sigurðsson Hrafnkatla: sinnaskipti eða samfélagsskipan Hermann Pálsson hefur í nokkrum ritgerðum sett fram athyglisverðar skoðanir á lífsviðhorfum og siðfræði í Islendinga sögum og einkum Hrafn- kels sögu. Skýrast munu þessar skoðanir hafa komið fram í bók Hermanns, Siðfrceði Hrafnkels sögu (Reykjavík 1966), en þar segir hann m. a.: „Hrafnkels saga er með öðrum orðum ekki einungis kristið verk, heldur ber hún glögg merki eftir siðfræði miðalda“ (bls. 23). Og undir lok bókar- innar segir Hermann einnig: „... en hefði höfundi hennar [Hrafnkels sögu] auðnazt að semja slíkt snilldarverk, ef hann hefði ekki verið hámennt- aður klerkur, sem beitti kristilegri sálfræðikunnáttu sinni í því skyni að skrifa þessa dæmisögu um menn og mannleg vandamál... ?“ (bls. 126). Hermann hefur allnokkuð fjallað um höfund Hrafnkels sögu, en ekki verður vikið að því efni hér þótt það sé að vísu nátengt þeim atriðum sem hér verða rædd. Hér verður sú skoðun hans hins vegar gerð að um- ræðuefni að Hrafnkels saga Freysgoða sé ekki aðeins greinilega kristilegt verk, heldur beinlínis klerkleg siðfræðileg dæmisaga. Þetta efni er í raun og veru tvíþætt. Hér er um að ræða endurmat á einni af perlum íslenzkra bókmennta annars vegar, og ef slíkt endurmat reynist réttmætt, þá mun það hins vegar leiða það af sér að nýju ljósi verð- ur varpað á ýmsar undirstöður íslenzkrar menningar og mennta á miðöld- um. Þetta síðarnefnda verkefni er vitanlega með þvílíkum vöxtum að það verður ekki rætt að sinni, en nokkur orð verða lögð í belg um hið fyrra. Nú er það svo að Hrafnkels saga getur ágætavel verið kristið verk og lýst kristnum viðhorfum þótt sagan þurfi ekki þar fyrir að vera sérstak- lega klerkleg eða siðfræðileg dæmisaga. Ritverk getur mætavel verið tekið saman í kristnum anda þótt ekki sé endalaust tönnlazt á guðsorði spjald- anna milli. Beztu bókmenntir fela í sér hugmyndaheim, lífsviðhorf og sið- ferðilegan boðskap sem óaðskiljanlegan þátt í heild verksins. Til þess að 357
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.