Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 122
Tímarit Máls og menningar kirkjunnar, suðurgöngu, sakramenti eða hreinlega klausturvígslu. Þess verð- ur að minnast að miðaldakirkjan var eindregið „sakramentöl“: tilteknar athafnir, fastmótaðir helgisiðir flytja drottinlega blessun og náð (altaris- ganga, hinzta smurning, skriftir, ýmsar vígslur, yfirbætur margs konar o. s. frv.). Um slíkt varð eklci að ræða. Hins vegar er þess getið að hann gengur af fornum átrúnaði: „Ek hygg þat hégóma at trúa á goð,“ segir Hrafnkell eftir að ósköpin hafa dunið yfir hann. Það sem einkum veldur því að ekki virðist vera um að ræða þau „sinna- skipti“ sem Hermann Pálsson gerir ráð fyrir í ævi Hrafnkels er víg Ey- vindar, sem Hrafnkell vinnur þegar hann heldur af nýju til fyrri heim- kynna sinna á Aðalbóli. Nú var Eyvindur að vísu bróðir Sáms, en allt um það er hér um óhæfuverk að ræða frá siðferðilegu sjónarmiði. Og ein- kennilegast er að það er framið á leiðinni til fyrri heimkynna og fyrri valda og áhrifa sem Hrafnkell er nú albúinn að taka upp af nýju eftir að hafa „lært“ af mistökum og afbrotum sínum. En Hrafnkels saga Freysgoða lýsir siðferðilegum viðhorfum og kristnum sjónarmiðum þótt hún flytji ekki kenningar úr einstaklingssiðfræði. Sagan lýsir í allskýrum dráttum þjóðlífi og samfélagi. Meginatburðir sögunnar eru samskipti höfðingja við almúgamenn, t. d. dráp Einars, liðsbón á Al- þingi, samskipti Hrafnkels við Þorbjörn og Sám. Ekki mun þarflegt að eyða orðum að því að hugtakið „stéttabarátta“ er alveg fráleitt í þessu efni. Það er bæði miklu yngra en sagan og gengur gersamlega í berhögg við hugmyndaheim og lífsviðhorf miðaldamanna, svo sem frekar verður rakið hér á eftir. Vissulega kom það fyrir að út brutust skærur, t. d. bænda- uppþot, en þar var um að ræða mótmælaaðgerðir að gefnu tilefni hverju sinni en ekki markvissa baráttu sem stefndi að breytingum á samfélags- skipan. í augum miðaldamanna var þjóðfélagið bundið drottinhelguðum lög- málum. Ptólemeíska heimsmyndin, sem mótaði viðhorf manna til náttúr- unnar, gerði ráð fyrir guðdómlegri miðju, og á sama hátt var samfélagið háð guðlegu boði og átti sér guðdómlega þungamiðju. Boð Guðs ríktu hvort sem um var að ræða veraldleg efni, „in temporalibus" eða andleg mál, „spiritualia“. A þessum tímum er sem sé ekki um að ræða skil milli siðfræði, sem er trúarlegs eðlis, og stjórnmála eða þjóðfélagsafstöðu; á þetta var litið sömu augum og frá sama sjónarmiði. Hin helga skipan arf- stéttanna var hafin yfir efa enda átti hún stoðir í sjálfri heimsmyndinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.