Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 123
Hrafnkatla: sinnaskipti eða samfélagsskipan Hún var „híerarkísk“ í orðsins réttu merkingu: drottinhelguð. Sá maður sem var fæddur höfðingi, hann var og hét höfðingi. Höfðinginn gat gert sig sekan um syndir og glæpi, t. d. um höfuðsyndina ofurdramb (superbia) o. s. frv., en höfðingi skyldi hann allt að einu heita. Yfir rétti höfðingjans ríkti hefðarrétturinn: réttur til landa og áhrifa gekk í ættir eða eftir öðrum tilteknum reglum sem kváðu á um undantekningar frá meginreglunni. Sá maður sem var alinn bóndi og múgamaður átti að þekkja sína stöðu og sætta sig við hana. Hann gat verið öðlingur og göfugmenni, vitringur og snillingur, en bóndi skyldi hann heita. Tilraunir manna til að raska þessu samfélagi voru uppreist gegn „al- heimssamræminu“ (l’harmonie des sphéres) og gegn „hljómlist uppheims- ins“ (la musique céleste). Þessi hljómlist var þáttur í samræmi alheimsins og átti upptök sín í „hræringum himinsviðanna" (motus sphaeralis), en allt átti þetta miðju sína og upptök í sjálfum Guðdóminum og barst út frá Honum eins og útstreymi eða geislun, „emanatio“; að þessu er vikið m. a. í Alfræði íslenzkri, III. bindi. Prófessor Jacques Le Goff segir í riti um hámiðaldir (Das Hochmittel- alter, í: Fischer Weltgeschichte 11, 1965, bls. 218): „Jafnvægi þessa sam- félags hefur að forsendu siðferðilegan og trúarlegan þrýsting auk mann- virðingastigans og hinnar raunverulegu stéttaskiptingar. Vei þeim sem hyggst brjótast út úr arfstétt sinni! I augum Drottins og mannanna drýgir hann hina allravoðalegustu synd.“ Þessi orð miðast að vísu við aðstæður á meginlandi Evrópu, og rétt er að minnast þess að á því var mikill mun- ur hvort bændastéttin var ánauðug að miklu eða mestu leyti eða hvort um var að ræða meira eða minna frjálsa eignarbændur. Um stéttir segir svo í Alexanders sögu (útg. Halldórs K. Laxness 1945, bls. 11): „Engi skal þá menn hátt setja, er náttúran vill að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorðunum sem lítill lækur af miklu regni, það er og órunum næst, er veslu batnar. Eigi let eg þig þó að auka þeirra manna nafnbætur, þótt smábornir séu, er hæverska siðu og sæmilegan manndóm hafa fram að leggja móti ætt og peningum.” Hér er að vísu minnt á undantekningu, en meginreglan er alveg skýr. Hrafnkels saga Freysgoða lýsir vissulega kristnum siðfræðilegum við- horfum, þótt hún sé ekki dæmisaga í nákvæmlega þeim skilningi sem Hermann Pálsson leggur í orðin. Aðalatriðið er ekki „endurfæðing“ eða „sinnaskipti" Hrafnkels. Hann féll vegna ofurdrambs og lærði sína lexíu og hlaut laun fyrir að hafa áttað sig. Hann féll vegna þess að hann hafði 361
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.