Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Page 127
ur síðan lækinn til götu þeirrar, er lá til hins bæjarins. Gísla var kunnug húsaskipun á Sæbóli, því að hann hafði gert þar bæinn. Þar var innangengt í fjós. Þangað gengur hann. Þar stóðu þrír tugir kúa hvorum megin; hann hnýtir saman halana á nautunum og lýkur afmr fjósinu og býr svo um, að eigi má upp ljúka, þó að innan sé til komið. Síðan fer hann til mannhús- anna, og hafði Geirmundur geymt hlut- verka sinna, því að loka var engin fyrir hurðum. Gengur hann nú inn og lýkur afmr hurðinni sem um aftaninn hafði verið um búið. Nú fer hann að öllu tómlega. Eftir það stendur hann og hlýð- ist um, hvort nokkrir vekm, og verður hann þess var, að allir menn sofa. Þrjú voru log í skálanum. Síðan tekur hann sefið af gólfinu og vefur saman, kastar síðan í ljósið eitt, og slokknar það. Eft- ir það stendur hann og hyggur að, hvort nokkur vaknar við, og finnur hann það ekki. Þá tekur hann aðra sefvisk og kastar í það ljós, er þar var næst, og slökkvir það. Þá verður hann þess var, að eigi munu allir sofa, því að hann sér, að ungs manns hönd kemur á hið þriðja ljósið og kippir ofan kolunni og kæfir ljósið. Nú gengur hann innar eftir hús- inu og að lokhvílunni, þar er þau Þor- grímur hvíldu og systir hans, og var hnigin hurð á gátt, og em þau bæði í rekkju. Gengur hann þangað og þreifast fyrir og tekur á brjósti henni, og hvíldi hún nær stokki. Síðan mælti hún Þór- dis: „Hvi er svo köld hönd þín, Þor- grímur?“ og vekur hann. Þorgrímur mælti: „Viltu að ég snúi að þér?“ Hún hugði, að hann legði höndina yfir hana. Gísli bíður þá enn um smnd og vermir höndina í serk sér, en þau sofna bæði. Nú tekur hann á Þorgrími kyrrt, svo að hann vaknaði. Hann hugði, að hún Þór- „Aldrei hann fyrir ajtan kýr" dís vekti hann, og snérist þá að henni. Gísli tekur þá klæðin af þeim annarri hendi, en með annarri leggur hann í gegnum Þorgrím með Grásíðu, svo að í beðinum nam stað. Nú kallar hún Þórdís og mælti: „Vaki menn í skálan- um. Þorgrímur er veginn, bóndi minn.“ Gísli snýr í brott skyndilega til fjóssins, gengur þar út, sem hann hafði ætlað, og lýkur aftur eftir sér rammlega, snýr heim síðan hina sömu leið, og má hvergi sjá spor hans.“ Til skýringar skal þess getið, að Þor- grímur hugðist hafa haustboð, fagna vetri og blóta Frey og bauð til sín gest- um af því tilefni. Hann hafði barið Geirmund, er Geirmundur var ófús að fara til Gísla og fá þar lánuð tjöld, sem verið höfðu eign Vésteins, bróður Auð- ar og fóstbróður Gísla, en Véstein mun Þorgrímur hafa vegið eða a. m. k. verið þar með í ráðum. Víkjum nú að frásögn Droplaugarsona sögu3) af vígi Helga Ásbjarnarsonar: „Þann dag, er þeir (þ. e. Grímur og fylgdarmenn) voru við lækinn, riðu menn brott af Lambanesþingi, og fór margt manna til Eiða með Helga Ás- bjarnarsyni. Ketilormur hét maður, er bjó á Hrollaugsstöðum. Hann fór með Helga með þrjá mgi manna.... Arn- oddur hér maður og var blindur. Hann var heimamaður Helga Ásbjarnarsonar og var rammur að afli. Hann lá gagnvart Helga í seti við þilið.... Þá tók Grím- ur við sverðinu og mælti: „Þú, Þorkell, skalt halda í hurðarhringinn, því að þér trúi ég bezt, að þér verði eigi um felmt, en Glúmur skal skjóta slagbrandi fyrir dyr.“ En áður Grímur gekk inn, tók hann riðvöl í hönd sér og var í skyrtu og línbrókum og hafði enga skó á fót- um. Hann gekk inn í skálann og vissi, að skíðahlaði var við dyr, þær er til 365
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.