Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Side 130
Tímarit Máls og menningar Jóhannesson telur í skýringu við þetta atriði líklegast, að slagbrandinum hafi verið skotið gegnum hurðarhringinn, en slíkt hefði aðeins komið að verulegum notum, ef hringurinn hefði verið það stór, að unnt hafi verið að reka spýtu gegnum hann og skorða hana í dyra- karminum beggja vegna. Ósennilegt virðist, að víkingaaldarmenn hafi haft slíka kirkjuhurðahringi í skálahurðum sínum, enda hefðu þeir fyrst og fremst auðveldað óvinum að loka heimamenn inni. b) í Droplaugarsona sögu er gert ráð fyrir, að kýr hafi verið í húsi, þegar Helgi var veginn, eða að líkindum í síðari hluta maímánaðar. Fræðimenn10) hafa verið á einu máli um, að geldneyti hafi verið haft á útigangi og mjólkur- kúm jafnvel haldið til beitar á vetrum, og styðjast um þetta við frásagnir forn- rita, t. d. Sturlungu og biskupasagna. Virðist því líklegast, að búið hafi verið að sleppa úr húsi a. m. k. meginhluta nautgripa, ef ekki öllum, þegar svo langt var komið fram á vor, ef vorið hefur þá ekki verið í harðara lagi, en ekki verður það ráðið af sögunni. Fóður hefur sjálfsagt verið orðið lítið víðast síðari hluta maímánaðar, enda var erfitt að afla fóðurs fyrir jafnmikinn naut- gripafjölda og fjósrústir gefa til kynna, að verið hafi á bæjum á þjóðveldisöld. Bendir þetta líka til annars árstíma en sagan vill vera láta. c) Framangreind dæmi eru bæði úr Droplaugarsona sögu. Að þessu sinni skal blaðinu snúið við og vakin athygli á sérkennilegri frásögn í Gísla sögu. Þar er greint frá því, að morguninn eftir víg Þorgríms sóttu þeir Þorkell Súrsson og Eyjólfur hinn grái Gísla heim að Hóli. Kom Þorkell þá auga á skó Gísla, frosna og snjóuga, og ýtti þeim undir 368 setin að því er virðist í þeim tilgangi, að þeir yrðu ekki fyrir augum fylgdar- manna Þorkels. Kalt hefur verið í skál- anum á Hóli, ef skórnir hafa enn verið svo útlítandi um morguninn, og hafði þó margmenni (60 manns?) byggt skál- ann um nóttina. Eðlilegt virðist, að skórnir hefðu verið bæði frosnir og hélaðir, ef gert er ráð fyrir slíkum kulda. Hvort styðst höfundur Gísla sögu hér við arfsögn, og hafa þá eftirleitarmenn komið að Hóli því nær á hæla Gísla, eða er þetta eitt af fáum dæmum eða jafnvel eina dæmi þess, að raunsæið bregðist honum?11) d) Báðar sögurnar gera ráð fyrir því, að innangengt hafi verið í fjós. Af forn- leifarannsóknum má þó ráða, að fjós hafa yfirleitt staðið kippkorn frá skála á þjóðveldisöld, og er eyðibyggðin á Hrunamannaafrétti undantekning þess. Hafa fræðimenn talið líklegt, að orsök þeirrar undantekningar hafi verið vetr- arhörkur á hálendinu. Byggðin á Hruna- mannaafrétti lagðist í auðn í Heklugosi 1104. Aftur á móti stóð fjósið kipp- korn frá skála að Stöng og Gjáskógum, sem lögðust í eyði í því sama gosi, svo og í Gröf í Oræfum, sem lögðust í eyði í Öræfajökulsgosinu 1362. Skv. athug- un Sigurðar Vigfússonar voru að Sæ- bóli þrjár aðskildar tóttir, sem nefndar voru hof-, skála- og fjóstótt. Tóttir þess- ar voru sagðar af bæ Þorgríms goða og athugunin benti til, að þær væru frá þjóðveldisöld. Því hefur ekki verið inn- angengt í fjós að Sæbóli, ef marka má athugun Sigurðar og annarri nákvæm- ari mun vart til að dreifa, þótt höfund- ur Gísla sögu staðhæfi annað. Er þetta einkum kynlegt vegna þess, að hann er greinilega þaulkunnugur í Haukadal og þekkir þar hverja þúfu. Tóttirnar hafa án efa verið mun greinilegri, er sagan j
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.