Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 144

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1975, Síða 144
Tímarit Máls og menningar ÞRIÐJA FERÐ WILLIAMS MORRIS UM ÍSLAND Ferðaslóðir Williams Morris lágu ekki um Norðausturland, en þar kunnu þó fullorðnir að segja unglingum sitthvað af þessum göfuga velunnara lands og þjóðar á þriðja tugi þessarar aldar, þó að fennt hefði í spor hans í fimmtíu ár. Þess var oft minnzt, hvernig þeir vin- irnir Eiríkur Magnússon brugðu við til hjálpar, þegar verst svarf að með illær- um og skorti á níunda aldartugnum. Það var feginssaga, hve mjög þessi skáld- snillingur Englendinga dáði og frægði ísland og íslenzka tungu, og hrósunar- efni, að hann skipaði fornsögunum í öndvegi meðal bóka og jafnaði Völs- ungaminnum í Eddu og sögu við kvið- ur Hómers. Og ekki gleymdist þá heldur að þakka það Eiríki Magnússyni, há- skólakennara í Cambridge, að þetta ljós úr norðri rann upp fyrir honum; og enn finnst mér kona Eiríks, „Sigríður dóttir hjóna í Brekkubæ", hljóti að sitja þar úti eins og önnur Fjallkona með tíræðu drápuna frá Gröndal á skauti sér, skráða á bókrollu svo langa, að hún hefði tek- ið á milli höfuðísanna, þar sem Skarp- héðinn stökk yfir Markarfljót. Fram á þennan dag hefur að mestu setið við þessi æskukynni mín af Morris. Fyrir löngu rakst ég þó einhverju sinni á bók eftir hann í búð Braga Brynjólfs- sonar. Hana keypti ég og las og vistaði síðan þar sem hún var betur komin en hjá mér. Hún hét því forvitnilega nafni „Story of the Glittering Plain or the Land of Living Men", og var rituð að mér þótti á fegurri ensku en aðrar bæk- ur, — sem sé á hálfgildings íslenzku, því að óvenjulítið bar á latxnutoginu í samkembu við engilsaxneska þelið. Framtak hefur sem sagt ekki enzt mér til að lesa fleira eftir þennan fornkunn- ingja minn, þar til nú, að ferðabækur hans koma út á íslenzku, rúmri öld síð- ar en þær voru ritaðar, og ég er alls ókunnugur þeim fjölda bóka, sem um hann hafa verið settar saman. En mér leikur grunur á, að þorri manna eigi sammerkt við mig um þessa fáfræði, því að fáir hafa verið til að stugga við henni æði lengi. Þar væri þá helzt að nefna Vilhjálm Þ. Gíslason og ritstjóra Réttar, Einar Olgeirsson; en í 3. hefti Réttar 1973 skrifaði Sverrir Hólmarsson „Aldarminningu Islandferðar 1873“; og í síðasta hefti Réttar ritar Einar merki- lega grein, sem ber heitið „William Morris, Island og sósíalisminn". Þar kemur fram svo glöggur skilningur og þekking á margþættu ævistarfi hins framsýna fornmenntamanns, stórskálds og frumherja sósíalismans, Williams Morris, og sér í lagi á því, er til íslands tekur, að það hefði hlotið að teljast mikil bókarbót, ef sex slíkar letursíður eða svo frá Einars hendi hefðu fylgt ís- lenzkri útgáfu ferðabókanna úr hlaði. Því enda þótt hinn þýddi formáli eftir James Morris sé góðra gjalda verður, þá er hann ekki ritaður handa íslenzkum lesendum öðrum fremur. En hvað sem þessu líður, þá er Morris nú loksins kominn í þriðju ferð sína um Island, nú á vegum Máls og menn- ingar,1 og er vert að færa öllum þakkir, sem að standa. Nýi leiðangurinn er gerður úr garði með sóma en engri við- höfn, enda varðar mestu, að nú gefst 1 William Morris, Dagbcekur úr Islands- ferðum 1871-1873. Magnús Á. Árnason íslenzkaði. 269 bls. ásamt korti yfir ferðir Morris. Mál og menn- ing 1975. 382
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.